Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 18. maí 2018 12:17
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi: Finn til með þeim sem sitja eftir með sárt ennið
Icelandair
Ólafur Ingi á landsliðsæfingu í dag.
Ólafur Ingi á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mikill léttir. Þetta hefur verið markmiðið og sem betur fer komst maður inn," segir Ólafur Ingi Skúlason um tilfinninguna þegar sæti hans í íslenska landsliðshópnum á HM í Rússlandi var staðfest.

„Þetta var búin að vera þokkaleg bið og maður gat ekki annað en vonað. Við erum með stóran og breiðan hóp."

Fyrir tveimur árum síðan rétt missti Ólafur Ingi af sæti í landsliðshópnum sem fór á EM.

„Beint eftir þann skell þá vissi maður ekki alveg hvar maður stæði. Sem betur fer var ég kallaður inn og náði að sýna og sanna að ég ætti heima í þessum hóp."

„Maður finnur til með þeim sem þurfa að sitja eftir með sárt ennið. Þetta er gríðarlegur skellur en lífið heldur áfram. Ég þekki báðar hliðar núna. Maður er himinlifandi að hafa slopið inn."

Það er mikil eftirvænting í íslensku þjóðinni fyrir HM en fyrsti leikur Íslands, gegn Argentínu, verður eftir 29 daga. Einnig fylgist fólk milli vonar og ótta með Gylfa og Aroni sem eru meiddir en vinna í að gera sig klára.

„Það er aðallega eftirvænting. Ég hef engar áhyggjur af strákunum. Ég held að þeir verði orðnir flottir þegar mótið byrjar. Við höfum góðan tíma til að koma öllum í eins gott stand og hægt er," segir Ólafur Ingi en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner