Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. júlí 2020 23:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Logi skóli Eið í þrjá mánuði og Eiður taki svo við
Eiður Smári og Logi.
Eiður Smári og Logi.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Eiður Smári er einnig aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins.
Eiður Smári er einnig aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það er risastórt að Eiður Smári Guðjohnsen sé mættur í Pepsi Max-deildina.

Eiður Smári tók við FH í síðustu viku með Loga Ólafssyni og stýrðu þeir liðinu í fyrsta sinn í dag í 3-0 sigri á Fjölni. Rætt var um þessa ráðningu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu.

Eiður Smári er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins en leikmannaferil hans þekkja allir enda einn besti fótboltamaður Íslandssögunnar. Hann lyfti bikurum með Barcelona og Chelsea auk þess að spila fyrir íslenska landsliðið. Hann er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun.

Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari og aðstoðarþjálfari Ægis, telur að Eiður Smári muni taka við FH einn eftir tímabilið.

„Hann er ekki reynslumikill þjálfari. Hann spilaði með Barcelona og Chelsea og kemur kannski með eitthvað svoleiðis 'input' í félagið. Ég myndi halda samt að Eiður sé að koma með Loga til að taka við þessu eftir tímabilið," sagði Baldvin.

„Það gæti vel verið," sagði Elvar Geir. „Hann ætlar sér flotta hluti í þjálfun. Maður hefur heyrt að hann sé með mjög öflugar æfingar. Það er fáránlega reynsla og allt sem þú hefur í þessum gæja. Þetta er risastórt deildina, maður áttar sig eiginlega ekki á því hvað þetta er stórt."

Eiður Smári fær góðan skóla af Loga Ólafssyni. Logi er margreyndur í bransanum en hann þjálfaði FH 2000-2001. Á ferli sínum hefur hann einnig þjálfað íslenska landsliðið, Víking, ÍA, KR, og Selfoss til að mynda.

„Ég vona að þetta sé einhver hugsun hjá FH að fá Eið inn með einhverjum reynslubolta því hann hefur ekkert þjálfað. Hann hefur örugglega eitthvað fáránlegt æfingasafn frá því að hann var að spila fyrir Frank Rijkaard og Mourinho. Hann er örugglega með góðan gagnagrunn. Hann hefur þetta. Hann getur klárlega orðið frábær þjálfari, en hefur ekki reynsluna. Ég er að vona að það sé pælingin (að Eiður taki við FH alfarið eftir tímabilið). Þú gætir ekki tekið Eið inn núna, því hann hefur ekki reynsluna. Mér finnst þetta klókt að taka Loga með honum til að skóla hann í þrjá mánuði."

„Ef Óli Jó hefði ekki tekið Stjörnustarfið, þá væri hann væntanlega orðinn þjálfari FH núna," sagði Elvar Geir, en Óli gerði frábærlega sem þjálfari FH frá 2003 til 2007.

Mjög spennandi lausn
Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var á línunni í útvarpsþættinum þar sem hann talaði um þjálfararáðningar vikunnar.

„Við gerum okkar heimavinnu, búum til lista hvað við teljum að geti leyst þetta verkefni fyrir okkur. Þessi tvö nöfn, ekki endilega sem tveir saman, voru báðir á þeim lista. Svo leiddi eitt af öðru. Okkur fannst þetta mjög spennandi lausn fyrir okkur undir þeim kringumstæðum sem komu upp," segir Valdimar.

„Logi er einn af fjölskyldunni og hefur mikið verið í kringum félagið í gegnum tíðina. Hann þekkir innviðina, félagið og liðið. Hann kemur með reynslu og þekkingu. Svo er Eiður með sína þekkingu, reynslu og dínamík. Hann á framtíðina fyrir sér sem þjálfari. Það er enginn Íslendingur sem hefur kynnst meiru á hærra 'leveli' en Eiður. Ef við náum í sameiningu þeirri reynslu út úr honum fyrir FH þá horfi ég mjög björtum augum til þess."

„Við lítum á þá sem teymi, sterkt teymi," sagði Valdimar.

Viðtal við Eið eftir sigurleikinn við Fjölni má sjá hér að neðan og hlusta má á umræðuna í útvarpsþættinum þar fyrir neðan.
Eiður Smári: Komumst nokkuð vel frá fyrsta verkefninu
Útvarpsþátturinn - Þjálfarahræringar og Guðlaugur Victor
Athugasemdir
banner
banner
banner