Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 20.apr 2021 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 11. sæti: ÍA

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍA muni enda í 11. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Skagamenn falla úr Pepsi Max-deildinni ef spáin rætist.

Óttar Bjarni Guðmundsson er lykilmaður í vörninni.
Óttar Bjarni Guðmundsson er lykilmaður í vörninni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hversu mörg mörk mun Viktor Jónsson skora?
Hversu mörg mörk mun Viktor Jónsson skora?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon.
Miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungstirnin mæla með því að fólk fylgist með Gísla Laxdal.
Ungstirnin mæla með því að fólk fylgist með Gísla Laxdal.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson.
Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Flosason.
Hallur Flosason.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ÍA 23 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Skagamenn breyttu aðeins um gír í fyrra og leikir þeirra voru oft á tíðum óútreiknanlegir. Þeir skoruðu mikið en vörnin var líka opin og mikið skorað. Á endanum var áttunda sætið niðurstaðan. Það hefur verið ákveðin tiltekt á Skaganum bak við tjöldin og fjárhagsstaða ÍA hefur verið löguð, meðal annars með sölu á leikmönnum.



Þjálfari - Jóhannes Karl Guðjónsson: Skagamaður út í gegn og er á leið í sitt fjórða tímabil sem þjálfari liðsins. Metnaðarfullur þjálfari sem er trúr sinni sannfæringu. Steig sín fyrstu skref sem aðalþjálfari hjá HK og var valinn þjálfari ársins í 1. deildinni árið 2017.

Styrkleikar: Jói Kalli hefur verið lengi með liðið og leikmenn ættu að þekkja sín hlutverk 100%. Beinskeytt og kraftmikið lið. Þeir breyttu leikstílnum á síðasta tímabili á kostnað varnarleiksins en búast má við þeim varnarsinnaðri í ár. ÍA er með marga leikmenn sem eru uppaldir og fótboltamenningin á Akranesi er þannig að mikill áhugi er á liðinu og stuðningsmenn eru kröfuharðir.

Veikleikar: Bestu leikmenn liðsins eru horfnir á braut. Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson eru farnir úr gula búningnum og þeir skilja eftir sig skörð sem verður ákaflega erfitt að fylla. Þeir hafa misst lykilmenn í sóknarleiknum og fróðlegt að sjá hvernig Hákoni Inga Jónssyni vegnar á Skaganum. Þá hefur varnarleikurinn ekki verið traustur og Árni Snær Ólafsson markvörður þurft að sækja boltann oft úr neti sínu. Hann fær harða samkeppni frá Dino Hodzic sem er kominn frá Kára.

Lykilmenn: Óttar Bjarni Guðmundsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Breiðhyltingurinn Óttar er einn reynslumesti leikmaður ÍA og lykilmaður í hjarta varnarinnar. Hann og Skotinn Alex Davey mynda miðvarðaparið og mikilvægt að þeir muni ná vel saman. Miðjumaðurinn Ísak Snær heldur upp á tvítugsafmæli sitt meðan fyrsta umferð deildarinnar verður leikin. Skagamenn treysta á að þessi kraftmikili og líkamlega sterki leikmaður eigi gott sumar.

Fantabrögð mæla með í Draumaliðsdeild Eyjabita:
Þeir gulu eiga mjög vont leikjaprógram í byrjun móts en Hákon Ingi Jónsson blómstraði síðast undir stjórn Jóa Kalla og við spáum því að hann muni gera það aftur. Hann hlýtur að taka vítin í sumar eins og síðast þegar þeir Jói Kalli unnu saman, enda spyrnumaður góður. Gæti verið flottur þriðji sóknarmaður í Fantasy liðin.
Smelltu hér til að fara í Draumaliðsdeild Eyjabita

Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með: Gísli Laxdal Unnarsson. Kantmaður fæddur 2001 sem er uppalinn á Skaganum, steig sín fyrstu skref með ÍA seinasta sumar eftir að hafa verið í lykilhlutverki með öflugum 2. flokki ÍA. Gísli spilaði 17 leiki fyrir ÍA í Pepsi-Max deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim leikjum 2 mörk. Gísli hefur verið öflugur með ÍA á undirbúningstímabilinu með fimm leiki spilaða og tvö mörk skoruð.

Spurningarnar: Hvernig mun ÍA spjara sig eftir að hafa misst kanónur úr leikmannahópnum? Hver mun skora mörkin? Verður varnarleikurinn traustari en í fyrra? Hvort verður Árni eða Dino í markinu?

Völlurinn: Norðurálsvöllurinn. Það er alltaf nostalgíufílingur að skella sér á Akranes og þegar sólin skín hentar brekkan ákaflega vel.

„Sóknin er stóra spurningamerkið í sumar"


Stuðningsmaðurinn segir - Brynjólfur Þór Guðmundsson
„Spáin kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við umræðu um liðið og ef til vill frammistöðu í sumum leikjum á undirbúningstímabilinu, þar má þó hafa í huga að margir lykilmenn voru fjarverandi og ungir leikmenn fengu tækifæri til að spila. Það er auðvelt að spá liðinu bágu gengi og ef til vill erfiðara að vera bjartsýnn. Ég er samt áhyggjulaus fyrir tímabilið. Mínir menn verða kannski ekki Íslandsmeistarar en falla heldur ekki. Skagaliðið hefur misst mikið frá síðasta tímabili, stóran hluta af mörkunum og góða leikmenn. Við höfum ekki engið jafn stór nöfn á móti en nokkra menn sem styrkja liðið. Svo má ekki gleyma að ungu strákarnir eru árinu eldri og reyndari. Vörnin verður að öllum líkindum betri í ár en hún var í fyrra. Miðjan er þéttsetin góðum leikmönnum og þar er mesta breiddin hjá okkur. Sóknin er kannski stóra spurningamerkið í sumar."

Komnir
Alex Davey frá Tampa Bay Rowdies
Dino Hodzic frá Kára
Elias Tamburini frá Grindavík
Hákon Ingi Jónsson frá Fylki
Hrafn Hallgrímsson frá ÍR
Þórður Þorsteinn Þórðarson frá FH

Farnir
Bjarki Steinn Bjarkason til Venezia
Hlynur Sævar Jónsson í Víking Ó. (Á láni)
Marcus Johansson
Marteinn Theodórsson í Víking Ó. (Á láni)
Stefán Teitur Þórðarson til Silkeborg
Tryggvi Hrafn Haraldsson í Lilleström

Fyrstu fimm leikir ÍA:
30. apríl Valur - ÍA
8. maí ÍA - Víkingur
13. maí FH - ÍA
17. maí ÍA - Stjarnan
21. maí HK - ÍA

Sjá einnig:
Hin hliðin - Árni Snær Ólafsson
Hin hliðin - Eyþór Wöhler
Hin hliðin - Sindri Snær Magnússon

Leikmenn ÍA:
2 - Þórður Þ Þórðarson
3 - Óttar Bjarni Guðmundsson
4 - Aron Kristófer Lárusson
5 - Benjamin Mehic
6 - Jón Gísli Eyland Gíslason
7 - Sindri Snær Magnússon
8 - Hallur Flosason
9 - Viktor Jónsson
10 - Steinar Þorsteinsson
11 - Arnar Már Guðjónsson
12 - Árni Snær Ólafsson (m)
14 - Ólafur Valur Valdimarsson
15 - Leó Ernir Reynisson
16 - Brynjar Snær Pálsson
17 - Gísli Laxdal Unnarsson
18 - Elias Tamburini
19 - Ísak Snær Þorvaldsson
20 - Guðmundur Tyrfingsson
22 - Hákon Ingi Jónsson
23 - Ingi Þór Sigurðsson
25 - Sigurður Hrannar Þorsteinsson
26 - Eyþór Aron Whöler
27 - Árni Salvar Heimisson
29 - Hrafn Hallgrímsson
30 - Árni Marinó Einarsson
31 - Dino Hodzic (m)
44 - Alex Davey

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir
banner
banner