Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 22. mars 2019 22:41
Fótbolti.net
Gylfi Þór: Heimsklassa afgreiðsla hjá Viðari
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Andorra í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Andorra í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum ánægður með 2-0 sigurinn á Andorra í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Andorra 0 -  2 Ísland

Birkir Bjarnason kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik áður en varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson bætti við öðru og gulltryggði sigurinn.

Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins frá því í janúar á síðasta ári og því mikill léttir.

„Það er auðvitað mjög fínt og leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við fyrir leik. Hægur leikur og erfitt að spila boltanum, þeir voru með marga í vörn en það er fínt að koma hingað og ná í þrjú stig," sagði Gylfi.

„Þetta var leiðinlegt og erfitt. Boltinn hoppaði mjög mikið og ekki besta gervigrasið en þó betra en maður bjóst við. Markið í fyrri hálfleik breytti leiknum og við vissum alveg að þeir voru ekkert að fara að skora tvö mörk þannig mikilvægt að við myndum skora næsta mark, það gerði út um leikinn."

„Þetta var mjög gott og heimsklassa finish. Tekur hann í fyrsta og það er ekki auðvelt að kontra boltann svona á þessum velli, hann hélt honum niðri og það var frábær tímasetning fyrir okkur að skora annað markið."

„Algjörlega. Við höfum flestir spilað á 60-70% og vorum að spara okkur undir lokin. Fínt að taka þrjú stig, halda hreinu og geta núna undirbúið sig undir alvöru leik,"
sagði Gylfi ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner