Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 22. mars 2019 22:41
Fótbolti.net
Gylfi Þór: Heimsklassa afgreiðsla hjá Viðari
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Andorra í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum gegn Andorra í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum ánægður með 2-0 sigurinn á Andorra í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Andorra 0 -  2 Ísland

Birkir Bjarnason kom íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik áður en varamaðurinn Viðar Örn Kjartansson bætti við öðru og gulltryggði sigurinn.

Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins frá því í janúar á síðasta ári og því mikill léttir.

„Það er auðvitað mjög fínt og leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við fyrir leik. Hægur leikur og erfitt að spila boltanum, þeir voru með marga í vörn en það er fínt að koma hingað og ná í þrjú stig," sagði Gylfi.

„Þetta var leiðinlegt og erfitt. Boltinn hoppaði mjög mikið og ekki besta gervigrasið en þó betra en maður bjóst við. Markið í fyrri hálfleik breytti leiknum og við vissum alveg að þeir voru ekkert að fara að skora tvö mörk þannig mikilvægt að við myndum skora næsta mark, það gerði út um leikinn."

„Þetta var mjög gott og heimsklassa finish. Tekur hann í fyrsta og það er ekki auðvelt að kontra boltann svona á þessum velli, hann hélt honum niðri og það var frábær tímasetning fyrir okkur að skora annað markið."

„Algjörlega. Við höfum flestir spilað á 60-70% og vorum að spara okkur undir lokin. Fínt að taka þrjú stig, halda hreinu og geta núna undirbúið sig undir alvöru leik,"
sagði Gylfi ennfremur.
Athugasemdir
banner