Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gyrðir fór í myndatöku á Ísafirði - Ástbjörn í fyrsta sinn í hóp
Ástbjörn og Gyrðir.
Ástbjörn og Gyrðir.
Mynd: KR
Óskar Hrafn.
Óskar Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður KR, verður ekki í leikmannahópnum þegar liðið spilar gegn HK í Kórnum í kvöld. Gyrðir fór af velli í hálfleik gegn Vestra vegna meiðsla á fæti. Hann óttaðist um fótbrot og fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til að fá úr því skorið.

„Þetta fór mun betur en á horfðist. Ég er bara með smá tognuð liðbönd í ökkla eftir að hafa misstigð mig í leiknum. Ég var rosalega bólginn á ökklanum og á sköflungnum, svo mikið að við vildum bara vissir um að það væri ekki um brot að ræða. Við ákváðum því að fara á sjúkrahúsið og taka röntgen til að útiloka það," segir Gyrðir Hrafn við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: HK 3 -  2 KR

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfesti í viðtali við Vísi í dag að Gyrðir verði ekki með í leiknum í kvöld. KR-ingar edurheimta þó tvo leikmenn því Birgir Steinn Styrmisson er að snúa til baka eftir heilahristing og Ástbjörn Þórðarson er í fyrsta sinn í hópnum eftir félagaskiptin frá FH.

Þjálfarinn var spurður út í málið sem var í gangi í aðdraganda leiksins. KR kærði þá niðurstöðu að leiknum hefði verið frestað þar sem stöng á öðru markinu var brotin þegar leikurinn átti að fara fram þann 8. ágúst. Nánar má kynna sér það mál í fréttunum sem tengjast þessari.

„Það hefur ekki verið neitt sérstakt mál, við höfum svo sem bara einbeitt okkur að þessum leik sem fram fer í kvöld. Við höfum látið þá sem eru að vinna í þessu máli fá frið til að vinna í því. Það hefur ekki verið neitt vesen,“ sagði Óskar við Vísi og segir málið ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins..

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00
Athugasemdir
banner
banner
banner