Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 22. ágúst 2024 11:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leikurinn fer fram í kvöld og það mun ekki neitt koma í veg fyrir það"
Haukur Hinriks.
Haukur Hinriks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd úr Kórnum.
Mynd úr Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í morgun staðfesti Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurð um að hafna kröfu KR um að fá dæmdan 3-0 sigur í leiknum gegn KR. Leikur HK og KR átti að fara fram í Kórnum fyrir tveimur vikum en ekki var hægt að spila leikinn þar sem annað markið var brotið.

KR kærði HK og ákvörðun KSÍ að fresta leiknum og krafðist þess að fá dæmdan 3-0 sigur. KR kærði en tapaði málinu fyrir aga- og úrskurðarnefnd. Félagið áfrýjaði þá til áfrýjunarnefndarinnar sem staðfesti fyrri úrskurð.

Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Er málinu formlega lokið?

„Því er lokið á öllum dómstigum knattspyrnusambandsins, en strangt til tekið er hægt að fara með málið alla leið til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, í Sviss. En mér finnst mjög ólíklegt að það verði gert. Það er 21 dags áfrýjunarfrestur til þess, ég á ekki von að það verði gert. Leikurinn mun fara fram í kvöld og það mun ekki neitt koma í veg fyrir það," segir Haukur.

Einhverjir hafa áhyggjur af því að núna gætu einhverjir farið og viljandi komið í veg fyrir að leikur fari fram; viljandi eyðilagt t.d. mark til að kalla fram frestun. Hefur þú áhyggjur af því að eitthvað svoleiðis geti gerst?

„Auðvitað verður aldrei komið í veg fyrir að einhverjir geti hugsanlega svindlað, en það er líka hægt að horfa á þetta akkúrat hinn veginn. Segjum að niðurstaðan hefði verið sú að úrskurðaður hefði verið 3-0 sigur í leiknum, þá gætu einhverjir óprúttnir aðilar hreinlega eyðilagt markstangirnar til að tryggja sínu félagi 3-0 sigur líka. Þetta virkar í báðar áttir."

„Í hvaða máli sem er, ef það þykir ljóst að einhverjir óprúttnir aðilar séu að svindla til að bæta hag síns félags, þá er tekið sérstaklega á því,"
segir Haukur.

Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í Kórnum í kvöld.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner