
Það var stórkostleg stund í París í gær þegar Ísland vann 2-1 sigur gegn Austurríki en þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á stórmóti. Stærsta stund í íslenskum fótbolta.
Að auki tryggði sigurinn Íslandi leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum í Nice á mánudag.
Að auki tryggði sigurinn Íslandi leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum í Nice á mánudag.
Hægt er að sjá EM svítuna af sportstöð Símans í sjónvarpinu hér að ofan en þar er hægt að endurupplifa leikinn.
Hugrún Halldórs, Þorsteinn Joð og Gummi Ben stýrðu umferðinni og ræddu við Rúrik Gíslason og Ólaf Inga Skúlason sem skoðuðu leikinn ásamt því að spjallað var við Arnór Ingva Traustason, sem skoraði sigurmark Íslands.
„Það má eiginlega segja að varamennirnir hafi unnið þetta fyrir okkur. Theodór Elmar kom sérstaklega sterkur inn þegar okkur vantaði ferskar lappir. Það var komin þreyta í okkur og Austurríkismenn sóttu og sóttu. Það var gríðarlega mikilvægt að fá þrjá ferska leikmenn inn," sagði Ólafur Ingi Skúlason. „Við kláruðum þetta á viljanum."
„Enn erum við að toppa okkur og liðið mun halda áfram að bæta sig," sagði Rúrik.
Athugasemdir