Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 23. júní 2016 11:45
Elvar Geir Magnússon
Annecy
EM svítan: Endurupplifðu stóru stundina í París
Icelandair
Þvílíkt og annað eins!
Þvílíkt og annað eins!
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Það var stórkostleg stund í París í gær þegar Ísland vann 2-1 sigur gegn Austurríki en þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á stórmóti. Stærsta stund í íslenskum fótbolta.

Að auki tryggði sigurinn Íslandi leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum í Nice á mánudag.

Hægt er að sjá EM svítuna af sportstöð Símans í sjónvarpinu hér að ofan en þar er hægt að endurupplifa leikinn.

Hugrún Halldórs, Þorsteinn Joð og Gummi Ben stýrðu umferðinni og ræddu við Rúrik Gíslason og Ólaf Inga Skúlason sem skoðuðu leikinn ásamt því að spjallað var við Arnór Ingva Traustason, sem skoraði sigurmark Íslands.

„Það má eiginlega segja að varamennirnir hafi unnið þetta fyrir okkur. Theodór Elmar kom sérstaklega sterkur inn þegar okkur vantaði ferskar lappir. Það var komin þreyta í okkur og Austurríkismenn sóttu og sóttu. Það var gríðarlega mikilvægt að fá þrjá ferska leikmenn inn," sagði Ólafur Ingi Skúlason. „Við kláruðum þetta á viljanum."

„Enn erum við að toppa okkur og liðið mun halda áfram að bæta sig," sagði Rúrik.


Athugasemdir
banner
banner