Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 27. júní 2016 15:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Nice
Lýsandi BBC: Verstu úrslitin í sögunni ef Ísland vinnur
Icelandair
Guy Mowbray er eitt stærsta nafnið hjá BBC.
Guy Mowbray er eitt stærsta nafnið hjá BBC.
Mynd: Jóhann Ingi Hafþórsson
Guy Mowbray er einn af stærstu lýsendum BBC á Englandi. Hann var mættur til Nice til að lýsa leik Englands og Íslands í 16-liða úrslitum á EM.

Hann býst við sigri Englands en á von á jöfnum og spennandi leik.

„Ég vona að þetta verði spennandi leikur, það er aðalatriðið. Ég er nokkuð öruggur um að England ætti að vinna en eins og við höfum séð þá geta óvæntir hlutir gerst og Englendingar eru góðir í að koma fólki á óvart á slæman hátt."

„Það verður mjög erfitt. Þetta verður svipaður leikur og gegn Slóvakíu en það gæti hjálpað Englandi að hafa farið í gegnum leik á móti liði sem situr til baka og vonandi hafa þeir fundið leið framhjá því, það er von Englendinga en allir vita að þetta verði ekki léttur leikur."

Hann hrósar Íslandi fyrir afrekið að komast í 16-liða úrslitin en segist ekki hissa á því.

„Þetta er risastórt, að komast upp úr riðlinum á fyrsta stórmótinu, fyrir svona lítið fótboltaland en það kemur mér ekki sérlega á óvart. Ég fylgdist vel með þeim í undankeppninni og fyrir utan smá erfiðleika í lok riðilsins gerðu þeir virkilega vel og það kemur mér því ekki sérstaklega á óvart að þeir eru að gera svona vel. Þeir eru með góða leikmenn."

Hann lýsti leik Íslands og Austurríki fyrir BBC og sagðist hann hafa orðið æstur þegar Ísland skoraði en ekki eins æstur og Gummi Ben.

„Ég var ekki alveg eins spenntur og íslensku lýsendurnir en ég varð samt spenntur þegar sigurmarkið kom en liðið var komið áfram þó að markið í lokin hefði ekki komið en að hafa fengið þennan leik á móti Englandi hlýtur að vera æðislegt fyrir fólkið á Íslandi."

Hann segir tap gegn Íslandi vera verstu úrslitin í sögu enska landsliðsins.

„Þjálfarinn er farinn ef það gerist. Það gæti orðið verstu úrslitin í sögunni hjá enska liðinu. Nú eru verstu úrslitin að tapa á móti áhugaliði Bandaríkjanna, 1950. Við töpuðum fyrir Norðmönnum tvisvar, sérstaklega árið 1981, við tölum ennþá um það en þetta yrði það versta."

„England nær naumum sigri en ekki eftir 90 mínútur en ekki tala um vítaspyrnur, við gerum ekki vel í vítaspyrnum," sagði Mowbray að lokum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner