Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   mið 28. febrúar 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Arna þurfti að snúa skoðun þjálfarans áður en hún tryggði Ísland áfram á meðal þeirra bestu
Icelandair
Bryndís Arna fagnar markinu sínu í gær.
Bryndís Arna fagnar markinu sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn og Bryndís féllust í faðma eftir leikinn í gær.
Þorsteinn og Bryndís féllust í faðma eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn eftir leik í gær. Bryndís Arna er í forgrunni.
Þorsteinn eftir leik í gær. Bryndís Arna er í forgrunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleðin var mikil eftir sigurmarkið.
Gleðin var mikil eftir sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmark Íslands gegn Serbíu í umspili um áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær, hennar fyrsta landsliðsmark eftir að hafa þurft að nýta gæði sín til að snúa skoðun landsliðsþjálfarans á sér.

Bryndís Arna varð markahæsti leikmaður Bestu-deildar kvenna á síðasta ári með Val þegar hún skoraði 15 mörk.

Þrátt fyrir góða frammistöðuna með Val var Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari alls ekki sannfærður um gæði hennar og valdi hana ekki í leikina gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni í september.

Aðspurður hverju sætti sagði Þorsteinn 7. september: „Bara, mér finnst hún ekki alveg klár í þetta," og benti á að hún væri í U23 liðinu.

„Ég horfði á hana um daginn með U23 ára landsliðinu á móti Danmörku, það vantaði svolítið upp á hjá henni þar. Maður horfir svolítið í það á alþjóðlegum mælikvarða hvar leikmenn standa. Mér fannst hún ekki klár eins og staðan er í dag. Vonandi sýnir hún bara í komandi leikjum með U23 ára landsliðinu að hún sé klár í A-landsliðið."

Skoraði með U23 og kölluð í A-liðið sama dag
Bryndís fór því með U23 liðinu til Marokkkó þar sem hún skoraði í 2-3 sigri Íslands 22. september og sama dag kallaði Þorsteinn Bryndísi Örnu til móts við íslenska liðið í Dusseldorf vegna meiðsla Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Þorsteinn var spurður út í hvað hafi breyst á tveimur vikum frá fyrri ummælum hans þar til Bryndís var valin og sagði þá: „Hún skoraði í dag. Ég taldi hana vera næsta inn, ekkert flóknara en það."

„Það var geggjað, ég hoppaði af gleði þegar ég fékk fréttirnar og það er geggjað að vera komin," sagði Bryndís Arna við Fótbolta.net þegar hún var komin til Dusseldorf 24. september en aðspurð hvort hún hafi verið svekkt að vera ekki í upprunalega hópnum og ummæli Þorsteins fyrr í mánuðinum sagði hún:

„„Nei, það er bara eins og það er. Ég er alltaf að reyna að sýna mig og bæta mig. Að vera komin núna, þá reyni ég bara að sýna mig eins og ég get á æfingum. Þetta var bara hans skoðun og það er allt í lagi. Ég ætla að sýna mig og sanna"

Fyrsti landsleikurinn gegn Dönum í lok október
Hún spilaði ekki í því verkefni en spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Danmörku í lok október þegar hún kom inná á 79. mínútu og var mjög vinnusöm og lét að sér kveða. Hún kom svo aftur inná sem varamaður gegn Wales í desember. 15. desember gekk hún svo til liðs við Vaxjö í Svíþjóð og skoraði í sínum fyrsta æfingaleik með liðinu þrennu í æfingaleik á dögunum.

Bryndís Arna kom svo inná sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga sem eykur möguleika Íslands á sæti á EM 2025 verulega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner