Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 28. júní 2024 21:08
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Magnússon þjálfari HK var ekki sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-1 fyrir KA í Kórnum. Ósætti hans lágu þá sérstaklega í atviki í lok leiks þar sem hann taldi HK eiga að fá vítaspyrnu.


Lestu um leikinn: HK 1 -  2 KA

„Við erum að fleygja boltanum aftur, og aftur inn í teig og hann dettur fyrir Kalla (Karl Ágúst Karlsson) þarna. Ég held að það hafi allir séð og vitað nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina á honum.

HK gekk erfiðlega að skapa sér færi megnið af leiknum en náðu að koma sér inn í leikinn þegar lítið var eftir.

„Fyrri hálfleikurinn var okkur mjög erfiður. Bæði við náðum ekki að bregðast við á hliðarlínunni nógu vel, leikmennirnir náðu einhvernegin ekki að koma sér í betri takt. Þannig að þetta var bara mjög erfiður fyrri hálfleikur þar sem að Arnar Freyr sá til þess að við fórum með jafna stöðu inn í hálfleikinn. Mér fannst seinni hálfleikurinn töluvert jafnari, og frammistaðan okkar töluvert betri þar. Sigur KA er alls ekki ósanngjarn, en ég set spurningamerki við að við höfum ekki fengið víti, og sama með hvort að boltinn hafi verið inni. Ef það er 1, eða bæði rangt þá er allavega ósanngjarnt að hafa tapað."

Marciano Aziz hefur ekki verið í hóp í síðastliðnum leikjum en það er vegna meiðsla.

„Hann meiddist rétt fyrir landsleikja hlé, þannig að hann er bara ekki 100% klár í að vera í hóp eins og staðan er núna. Hann er nýlega farinn að æfa, næsti leikur, ég veit það ekki."

HK hefur komið mörgum á óvart þar sem flestir héldu að liðið myndi vera lang slakasta lið mótsins. Þeir hafa hinsvegar sótt 13 stig hingað til og eru í 9. sæti.

„Við erum með færri stig en á sama tímapunkti í fyrra og það er ekki það sem við ætluðum okkur. Þess fyrir utan þá varð frammistaðan okkar í dag til þess fallin að bilið þéttist þokkalega. Við hefðum getað slitið okkur frá þessu miðað við hvernig leikirnir spiluðust í gær og eigandi KA í dag. Þannig að við þurfum smá tíma til að jafna okkur og átta okkur betur á stöðunni. En auðvitað er ekkert annað í stöðunni heldur en að mæta og halda áfram, og ég er nokkuð viss um það að leikmannahópurinn er tilbúinn til þess bara strax á morgun."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner