PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
banner
   fös 28. júní 2024 21:08
Haraldur Örn Haraldsson
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Magnússon þjálfari HK var ekki sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-1 fyrir KA í Kórnum. Ósætti hans lágu þá sérstaklega í atviki í lok leiks þar sem hann taldi HK eiga að fá vítaspyrnu.


Lestu um leikinn: HK 1 -  2 KA

„Við erum að fleygja boltanum aftur, og aftur inn í teig og hann dettur fyrir Kalla (Karl Ágúst Karlsson) þarna. Ég held að það hafi allir séð og vitað nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina á honum.

HK gekk erfiðlega að skapa sér færi megnið af leiknum en náðu að koma sér inn í leikinn þegar lítið var eftir.

„Fyrri hálfleikurinn var okkur mjög erfiður. Bæði við náðum ekki að bregðast við á hliðarlínunni nógu vel, leikmennirnir náðu einhvernegin ekki að koma sér í betri takt. Þannig að þetta var bara mjög erfiður fyrri hálfleikur þar sem að Arnar Freyr sá til þess að við fórum með jafna stöðu inn í hálfleikinn. Mér fannst seinni hálfleikurinn töluvert jafnari, og frammistaðan okkar töluvert betri þar. Sigur KA er alls ekki ósanngjarn, en ég set spurningamerki við að við höfum ekki fengið víti, og sama með hvort að boltinn hafi verið inni. Ef það er 1, eða bæði rangt þá er allavega ósanngjarnt að hafa tapað."

Marciano Aziz hefur ekki verið í hóp í síðastliðnum leikjum en það er vegna meiðsla.

„Hann meiddist rétt fyrir landsleikja hlé, þannig að hann er bara ekki 100% klár í að vera í hóp eins og staðan er núna. Hann er nýlega farinn að æfa, næsti leikur, ég veit það ekki."

HK hefur komið mörgum á óvart þar sem flestir héldu að liðið myndi vera lang slakasta lið mótsins. Þeir hafa hinsvegar sótt 13 stig hingað til og eru í 9. sæti.

„Við erum með færri stig en á sama tímapunkti í fyrra og það er ekki það sem við ætluðum okkur. Þess fyrir utan þá varð frammistaðan okkar í dag til þess fallin að bilið þéttist þokkalega. Við hefðum getað slitið okkur frá þessu miðað við hvernig leikirnir spiluðust í gær og eigandi KA í dag. Þannig að við þurfum smá tíma til að jafna okkur og átta okkur betur á stöðunni. En auðvitað er ekkert annað í stöðunni heldur en að mæta og halda áfram, og ég er nokkuð viss um það að leikmannahópurinn er tilbúinn til þess bara strax á morgun."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner