Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 28. ágúst 2018 18:59
Brynjar Ingi Erluson
Arnór nálgast CSKA Moskvu - Viðræður ganga vel
Arnór Sigurðsson í leik með Norrköping
Arnór Sigurðsson í leik með Norrköping
Mynd: Norrköping
Arnór Sigurðsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, færist nær rússneska stórliðinu CSKA Moskvu samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Arnór, sem er 19 ára gamall, hefur leikið vel fyrir Norrköping frá því hann kom frá ÍA á síðasta ári.

Liðsfélagar hans hjá Norrköping hafa talað afar vel um leikmanninn og hæfileika hans.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa málin þróast heldur hratt síðustu daga og ef allt gengur að óskum þá verður hann orðinn leikmaður CSKA Moskvu í lok vikunnar.

Norrköping hefur staðið fast á því að selja leikmanninn ekki á tombóluverði og ljóst að rússneska liðið þarf að punga út allt að fimm milljónum evra samkvæmt rússnesku miðlunum.

Hörður Björgvin Magnússon gekk til liðs við CSKA Moskvu í sumar frá Bristol City.
Athugasemdir
banner
banner