Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
föstudagur 4. júlí
Lengjudeild karla
mánudagur 30. júní
2. deild karla
laugardagur 28. júní
Lengjudeild karla
fimmtudagur 26. júní
Lengjudeild karla
þriðjudagur 24. júní
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 19. júní
Mjólkurbikar karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar karla
fimmtudagur 12. júní
Mjólkurbikar kvenna
Lengjudeild kvenna
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 11. júní
þriðjudagur 10. júní
Vináttulandsleikur
föstudagur 6. júní
Vináttulandsleikur
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 5. júní
þriðjudagur 3. júní
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 2. júní
Besta-deild karla
laugardagur 31. maí
2. deild karla
þriðjudagur 1. júlí
HM félagsliða
Dortmund - Monterrey - 01:00
Man City 3 - 4 Al Hilal Riyadh
Real Madrid - Juventus - 19:00
sun 30.apr 2023 16:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 3. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Því er spáð að Afturelding endi í þriðja sæti og rétt missi því af því að komast beint aftur upp í Bestu deildina.

Aftureldingu er spáð þriðja sæti.
Aftureldingu er spáð þriðja sæti.
Mynd/Raggi Óla
Bjarki Már Sverrisson og Alexander Aron Davorsson.
Bjarki Már Sverrisson og Alexander Aron Davorsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ruth Þórðar Þórðardóttir er einnig í þjálfarateyminu.
Ruth Þórðar Þórðardóttir er einnig í þjálfarateyminu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eva Ýr Helgadóttir er einn öflugasti markvörður Lengjudeildarinnar.
Eva Ýr Helgadóttir er einn öflugasti markvörður Lengjudeildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding ætlar sér beint aftur upp.
Afturelding ætlar sér beint aftur upp.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Malbikstöðin að Varmá.
Malbikstöðin að Varmá.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð.
Úr leik hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1.
2.
3. Afturelding, 134 stig
4. Fylkir, 110 stig
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: Afturelding komst upp í Bestu deildina sumarið 2021 en tímabilið í fyrra var afar erfitt. Mörg meiðsli höfðu mikil áhrif á liðið og stöðugleikinn var lítill. Að lokum féll Afturelding en þær enduðu í níunda sæti með tólf stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Þjálfarinn: Þau halda áfram með liðið Alexander Aron Davorsson, Bjarki Már Sverrisson og Ruth Þórðar Þórðardóttir. Þau hafa stýrt liðinu undanfarin ár og gert vel í starfi. „Þetta er blanda sem virkar, þau eru virkilega fær í að gera leikmenn að betri leikmönnum og kreista það besta fram úr hverjum einasta, þá er gríðarlega mikill metnaður og vinna lögð í starfið," sagði Sigurbjartur Sigurjónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Aftureldingu, þegar tilkynnt var að þau yrðu áfram. Það er vonandi að Alexander Aron verði duglegur að mæta í viðtöl í sumar en hann var frábær í þeim í fyrra.

Styrkleikar: Það er mikill metnaður til að gera vel í Mosfellsbænum og liðið stefnir beint aftur upp. Þær eru með leikmenn sem fóru upp fyrir tveimur árum og hafa fengið þrjá erlenda leikmenn núna rétt fyrir mót sem ættu að styrkja liðið verulega. Þær eru líka með öfluga þjálfara sem eru með reynslu í að fara upp og svo er einn öflugasti markvörður deildarinnar í liðinu.

Veikleikar: Mikil meiðsli hafa truflað liðið undanfarið árið og lykilmenn hafa verið lengi fjarverandi. Það hefur gengið illa að finna stöðugleika út af öllum meiðslunum. Það hefur ekki gengið mjög vel á undirbúningstímabilinu úrslitalega séð en liðið fékk núll stig í A-deild Lengjubikarsins. Auk þess hafa nýir leikmenn komið inn á síðustu stundu og það gæti tekið tíma fyrir þær að aðlagast nýju umhverfi. Það er spurning með markaskorun þar sem Guðrún Elísabet er farin og Kristín Þóra sleit krossband um daginn.

Lykilmenn: Eva Ýr Helgadóttir, Hildur Karítas Gunnarsdóttir og Maya Neal.

Fylgist með: Snæfríður Eva Eiríksdóttir er mjög efnilegur miðjumaður sem kom til Aftureldingu á láni frá Val á dögunum. Fékk góða reynslu með KH í 2. deild í fyrra og tekur stórt skref í ár í Lengjudeildina. Á að baki leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands.

Komnar
Alexandra Austmann Emilsdóttir frá Víkingi R.
Hlín Heiðarsdóttir frá Fjölni
Inga Laufey Ágústsdóttir frá KR
Ísold Kristín Rúnarsdóttir frá HK
Jamie Renee Joseph frá Bandaríkjunum
Karmyn Carter frá Wales
Katrín S. Vilhjálmsdóttir frá FH
Magðalena Ólafsdóttir frá HK
Maya Camille Neal frá Frakklandi
Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Val (á láni)
Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir frá Einherja

Farnar
Alexandra Soree til Breiðabliks (var á láni)
Birna Kristín Björnsdóttir til Breiðabliks (var á láni)
Christian Clara Settles til Bandaríkjanna
Dennis Chyanne til Bandaríkjanna
Eyrún Vala Harðardóttir í Augnablik (var á láni)
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir í Val
Jade Arianna Gentile til Bandaríkjanna
Mackenzie Hope Cherry til Bandaríkjanna
Maria Paterna til Grikklands
Sara Jimenez Garcia til Rúmeníu
Sara Roca Siguenza til Spánar
Taylor Lynne Bennett til Bandaríkjanna
Veronica Parreno Boix til Spánar
Victoria Kaláberova til Kýpur
Þórhildur Þórhallsdóttir í Fylki

Stelpurnar leggja líf og sál í þetta verkefni
„Miðað við gengi liðanna á undirbúningstímabilinu þá kemur spáin í sjálfu sér ekki á óvart, spáin er okkur hliðholl það er að segja. Okkur var spáð þriðja sæti þegar við fórum upp síðast svo við tökum þessu fagnandi," segir Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Fótbolta.net.

„Það eru alltaf vonbrigði að falla. Síðasta tímabil var stöngin út; meiðsli, slakir erlendir leikmenn sem komu inn seinni hluta tímabils og annað sem spilar þar inn í."

Alexander segist sáttur með undirbúningstímabilið. „Heilt yfir erum við sátt við undirbúningstímabilið, þó við hefðum getað gert betur í einstaka leikjum. Við höfum spilað gegn liðum úr Bestu deildinni í allan vetur og átt hörkuleiki og fengið mikið út úr undirbúningstímabilinu. Við höfum ekki mátað okkur við liðin úr Lengjudeildinni svo það verður spennandi að fara inn í tímabilið og sjá hvar við stöndum."

Það eru nokkrar breytingar á liðinu frá síðustu leiktíð. „Það hafa óhjákvæmilega verið einhverjar breytingar, markaðurinn var erfiður í vetur en við erum mjög sátt með okkar hóp. Stelpurnar leggja líf og sál í þetta verkefni."

Markmiðin hjá Aftureldingu fyrir sumarið eru skýr.

„Við erum in it to win it," segir Alexander. „Allan minn leikmannaferil hef ég viljað vera í umhverfi þar sem er metnaður til að ná langt og reyni ég að smita því til leikmanna. Efstu tvö sætin gefa sæti í deild þeirra bestu - þar sem við viljum vera. Deildin verður mjög skemmtileg, hörkulið og ég á von á jöfnum og skemmtilegum leikjum. Það verður verðugt verkefni að ná okkar markmiðum, það er ljóst."

„Ég vil biðja alla Mosfellinga að fylkja sér á bak við liðið í sumar líkt og undanfarin sumur og verða okkar tólfti maður á leikjunum í sumar. Mosfællsbær er vígi þegar við stöndum saman," segir Alexander að lokum.

Fyrstu þrír leikir Aftureldingar:
2. maí, Fylkir - Afturelding (Würth völlurinn)
13. maí, Grótta - Afturelding (Vivaldivöllurinn)
17. maí, Afturelding - KR (Malbikstöðin að Varmá)
Athugasemdir