Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 10:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danijel Djuric spáir í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Djuric
Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maddison öflugur.
Maddison öflugur.
Mynd: EPA
Verður frábær um helgina.
Verður frábær um helgina.
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina, lokaumferðin fyrir fyrsta landsleikjahlé vetrarins.

Víkingur komst í gær í Sambandsdeildina og Danijel Dejan Djuric var af því tilfefni fenginn í að spá í leiki helgarinnar.

Hann fylgir á eftir Hinriki Harðarsyni sem var með sex rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar.

Arsenal 1 - 0 Brighton (11:30 á morgun)
Enn og aftur vinnur Arsenal og heldur hreinu. Vörn vinnur titla.

Brentford 3 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Því miður þá er Southampton bara að fara niður. Mbeumo með tvennu.

Everton 1 - 1 Bournemouth (14:00 á morgun)
Everton verða að ná allavega í stig hérna og þeir gera það. Michael Keane stangar hann inn.

Ipswich 2 - 2 Fulham (14:00 á morgun)
Hrikalega skemmtilegur leikur, mjög opinn og fáum jafnvel rautt spjald á Calvin Bassey.

Leicester 1 - 3 Aston Villa (14:00 á morgun)
Ollie Watkins kemst á blað eftir að Leicester kemst yfir. Heimamenn ná ekki að halda út. Villa verður í veseni þegar Champa League byrjar.

Nottingham Forest 0 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Er þetta augljósasta jafntefli sögunnar? Það held ég, ekki mikið af færum og leiðinlegur leikur.

West Ham 1 - 3 Man City (16:30 á morgun)
Allt annað upplegg hjá West Ham eftir að Lopetegui mætti, Hamrarnir vilja halda i boltann. En City eru bara of sterkir eins og er. De Bruyne masterclass.

Chelsea 4 - 1 Crystal Palace (12:30 á sunnudag)
Mínir menn í Chelsea vinna þetta alltaf. Verðum topp 3 í ár, Joao Felix með 2 og Noni Madueke með 2.

Newcastle 1 - 3 Spurs (12:30 á sunnudag)
Newcastle hafa valdið mér vonbrigðum, Tottenham gengur á lagið og vinnur sannfærandi. James Maddison verður allt í öllu. What a Player.

Manchester United 2 - 2 Liverpool (15:00 á sunnudag)
Stórleikur Helgarinnar mun ekki valda vonbrigðum, Salah og Bruno skora 100%.

Fyrri spámenn:
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Enski boltinn - Ten Hag tíminn, Noni í stuði og Guardiolabolti í Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Liverpool 3 3 0 0 7 0 +7 9
3 Brighton 3 2 1 0 6 2 +4 7
4 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
5 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Brentford 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Aston Villa 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Man Utd 4 2 0 2 4 5 -1 6
9 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
10 Nott. Forest 3 1 2 0 3 2 +1 5
11 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
12 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
13 Fulham 3 1 1 1 3 3 0 4
14 West Ham 3 1 0 2 4 5 -1 3
15 Leicester 3 0 1 2 3 5 -2 1
16 Crystal Palace 3 0 1 2 2 5 -3 1
17 Ipswich Town 3 0 1 2 2 7 -5 1
18 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
19 Southampton 4 0 0 4 1 7 -6 0
20 Everton 3 0 0 3 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner