Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   fös 30. ágúst 2024 15:21
Elvar Geir Magnússon
Ekki útlit fyrir að Sterling fari til Arsenal
Mynd: EPA
„Arsenal var að skoða möguleika á því að fá inn sóknarleikmann fyrir gluggalok en eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að af því verði," segir íþróttafréttamaðurinn Dharmesh Sheth sem er á gluggadagsvaktinni fyrir Sky Sports.

Arsenal var í morgun orðað við Raheem Sterling hjá Chelsea og Kingsley Coman hjá Bayern München en hvorugur þeirra er á leið til félagsins eins og málin standa.

Sagt var frá því fyrr í dag að Arsenal hafi verið boðið að fá Sterling í sínar raðir en hann er ekki í áformum Enzo Maresca stjóra Chelsea.

Sterling vann með Mikel Arteta, stjóra Arsenal, þegar þeir voru báðir hjá Manchester City. Sterling á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner