fös 31.mar 2023 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: ÍBV
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍBV muni enda í áttunda sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍBV endar ofarlega í neðri hlutanum ef spáin rætist, en efst var liðinu spáð fimmta sæti og neðst var liðinu spáð áttunda sæti.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig
Um liðið: ÍBV gekk í gegnum mikinn öldudal á síðustu leiktíð þar sem liðið átti í miklum erfiðleikum til að byrja með. Liðinu tókst ekki að vinna fótboltaleik í fyrstu tólf umferðum deildarinnar og sat á botni deildarinnar eftir fyrstu tólf leikina. En öll tölfræði leit vel út og var á þá leið að liðið ætti að vera með mun fleiri stig og þegar leið á mótið þá fór vélin að malla. Eyjamenn fundu réttu blönduna og voru í níunda sæti eftir 22. umferðir. Þeir voru svo aldrei nálægt falli eftir að deildin skiptist upp. Nú er stefnan sett hærra.
Þjálfarinn - Hermann Hreiðarsson: Það eru fáir með jafnmikið Eyjahjarta og Hemmi Hreiðars. Einn af okkar bestu fótboltamönnum á síðustu 20 árum eða svo, og einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Hann er að þjálfa Eyjaliðið í annað sinn en er núna búinn að fá mun betri reynslu og er orðinn betri þjálfari heilt yfir. Hann fékk hjálp frá Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara, í fyrra og það hjálpaði. Þessi skemmtilegi karakter er núna á leið inn í sitt annað tímabil eftir að hafa tekið við liðinu aftur og verður gaman að sjá hvernig fer.
Hermann Hreiðarsson.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Einar, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, fer yfir það helsta hjá ÍBV.
Styrkleikar: Miðað við það sem sést hefur af þeim á undirbúningstímabilinu er liðið í hörkustandi, með góðan markvörð, trausta vörn, fínustu miðju og aggresíva framlínu sem er ekkert grín að fá á sig í pressu. Liðið virðist betur samansett og samrýmdara en í fyrra.
Veikleikar: Þeir eru með ágætis framlínu sem á eftir að skila sínum mörkum en engan afgerandi markaskorara. Hópurinn virðist ekki vera stór en til að mynda þá fylltu þeir bekkinn aðeins einu sinni í Lengjubikarnum.
ÍBV fékk markvörðinn Guy Smit í sínar raðir eftir síðustu leiktíð.
Spurningarnar: Nær hinn hæfileikaríki Felix Örn Friðriksson að sýna sitt rétta andlit? Hvernig mun Slóveninn Filip Valencic aðlagast lífinu á Heimaey?
Þrír lykilmenn: Eiður Aron er einn besti hafsent deildarinnar og er sá leikmaður sem mun draga vagninn ef á móti blæs. Sigurður Arnar er líklega mest pirrandi varnarmaður sem sóknarmenn deildarinnar munu spila gegn. Hann elskar kontakt, er ósérhlífinn og hættir aldrei. Alex Freyr Hilmarsson er skapandi miðjumaður sem mun láta lið Eyjamanna tikka. Hann skilar alltaf nokkrum mörkum og stoðsendingum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Sverrir Páll Hjaltested er vel uppalinn dugnaðarforkur sem getur spilað nokkrar stöður framarlega á vellinum og hentar vel í flæðandi framlínu. Hann hefur lundarfar á við virka eldstöð þannig að ef Eyjamenn ná að virkja það til nytsamlegra verka á þessi ungi maður eftir að springa út í sumar.
Sverrir Páll Hjaltested.
Völlurinn: Hásteinsvöllur stendur á einu fallegasta vallarstæði í heimi og grasvöllurinn sjálfur oftast í frábæru standi. Það er þó smá galli að stundum ferðast lognið frekar hratt yfir völlinn. Menn eiga það til að missa sig á bílaflautunum við völlinn.
Hásteinsvöllur.
Komnir
Bjarki Björn Gunnarsson á láni frá Víkingi
Filip Valencic frá Finnlandi
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Ólafur Haukur Arilíusson frá KFS
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)
Farnir
Andri Rúnar Bjarnason í Val
Atli Hrafn Andrason í HK
Kundai Benyu
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Dómur Einars fyrir gluggann (1-10): 6
Slóveninn Filip Valencic þykir spennandi leikmaður.
Líklegt byrjunarlið
Leikmannalisti:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
12. Guy Smit (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
6. Jón Jökull Hjaltason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Bjarki Björn Gunnarsson
9. Sverrir Páll Hjaltested
10. Filip Valencic
11. Sigurður Grétar Benónýsson
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
19. Breki Ómarsson
22. Hermann Þór Ragnarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
27. Elvis Okello Bwomono
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Fyrstu fimm leikir ÍBV:
10. apríl, Valur - ÍBV (Origo völlurinn)
15. apríl, ÍBV - KA (Hásteinsvöllur)
23. apríl, ÍBV - Breiðablik (Hásteinsvöllur)
29. apríl, Keflavík - ÍBV (HS Orku völlurinn)
3. maí, Fram - ÍBV (Framvöllur)
Í besta falli og versta falli: Í besta falli sjötta sæti og í versta falli tíunda sæti.
Síðar í dag birtist ÍBV hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því.
Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ÍBV, 66 stig
9. Fram, 47 stig
10. Keflavík, 32 stig
11. Fylkir, 26 stig
12. HK, 17 stig
Um liðið: ÍBV gekk í gegnum mikinn öldudal á síðustu leiktíð þar sem liðið átti í miklum erfiðleikum til að byrja með. Liðinu tókst ekki að vinna fótboltaleik í fyrstu tólf umferðum deildarinnar og sat á botni deildarinnar eftir fyrstu tólf leikina. En öll tölfræði leit vel út og var á þá leið að liðið ætti að vera með mun fleiri stig og þegar leið á mótið þá fór vélin að malla. Eyjamenn fundu réttu blönduna og voru í níunda sæti eftir 22. umferðir. Þeir voru svo aldrei nálægt falli eftir að deildin skiptist upp. Nú er stefnan sett hærra.
Þjálfarinn - Hermann Hreiðarsson: Það eru fáir með jafnmikið Eyjahjarta og Hemmi Hreiðars. Einn af okkar bestu fótboltamönnum á síðustu 20 árum eða svo, og einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Hann er að þjálfa Eyjaliðið í annað sinn en er núna búinn að fá mun betri reynslu og er orðinn betri þjálfari heilt yfir. Hann fékk hjálp frá Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara, í fyrra og það hjálpaði. Þessi skemmtilegi karakter er núna á leið inn í sitt annað tímabil eftir að hafa tekið við liðinu aftur og verður gaman að sjá hvernig fer.
Hermann Hreiðarsson.
Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Ingólf Sigurðsson til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Þeir sjá þó ekki að skrifa um leikvöllinn hér að neðan. Einar, fyrrum aðstoðarþjálfari Víkings, fer yfir það helsta hjá ÍBV.
Styrkleikar: Miðað við það sem sést hefur af þeim á undirbúningstímabilinu er liðið í hörkustandi, með góðan markvörð, trausta vörn, fínustu miðju og aggresíva framlínu sem er ekkert grín að fá á sig í pressu. Liðið virðist betur samansett og samrýmdara en í fyrra.
Veikleikar: Þeir eru með ágætis framlínu sem á eftir að skila sínum mörkum en engan afgerandi markaskorara. Hópurinn virðist ekki vera stór en til að mynda þá fylltu þeir bekkinn aðeins einu sinni í Lengjubikarnum.
ÍBV fékk markvörðinn Guy Smit í sínar raðir eftir síðustu leiktíð.
Spurningarnar: Nær hinn hæfileikaríki Felix Örn Friðriksson að sýna sitt rétta andlit? Hvernig mun Slóveninn Filip Valencic aðlagast lífinu á Heimaey?
Þrír lykilmenn: Eiður Aron er einn besti hafsent deildarinnar og er sá leikmaður sem mun draga vagninn ef á móti blæs. Sigurður Arnar er líklega mest pirrandi varnarmaður sem sóknarmenn deildarinnar munu spila gegn. Hann elskar kontakt, er ósérhlífinn og hættir aldrei. Alex Freyr Hilmarsson er skapandi miðjumaður sem mun láta lið Eyjamanna tikka. Hann skilar alltaf nokkrum mörkum og stoðsendingum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Leikmaður sem á að fylgjast með: Sverrir Páll Hjaltested er vel uppalinn dugnaðarforkur sem getur spilað nokkrar stöður framarlega á vellinum og hentar vel í flæðandi framlínu. Hann hefur lundarfar á við virka eldstöð þannig að ef Eyjamenn ná að virkja það til nytsamlegra verka á þessi ungi maður eftir að springa út í sumar.
Sverrir Páll Hjaltested.
Völlurinn: Hásteinsvöllur stendur á einu fallegasta vallarstæði í heimi og grasvöllurinn sjálfur oftast í frábæru standi. Það er þó smá galli að stundum ferðast lognið frekar hratt yfir völlinn. Menn eiga það til að missa sig á bílaflautunum við völlinn.
Hásteinsvöllur.
Komnir
Bjarki Björn Gunnarsson á láni frá Víkingi
Filip Valencic frá Finnlandi
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Ólafur Haukur Arilíusson frá KFS
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)
Farnir
Andri Rúnar Bjarnason í Val
Atli Hrafn Andrason í HK
Kundai Benyu
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Dómur Einars fyrir gluggann (1-10): 6
Slóveninn Filip Valencic þykir spennandi leikmaður.
Líklegt byrjunarlið
Leikmannalisti:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
12. Guy Smit (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
6. Jón Jökull Hjaltason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Bjarki Björn Gunnarsson
9. Sverrir Páll Hjaltested
10. Filip Valencic
11. Sigurður Grétar Benónýsson
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
19. Breki Ómarsson
22. Hermann Þór Ragnarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
27. Elvis Okello Bwomono
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
Fyrstu fimm leikir ÍBV:
10. apríl, Valur - ÍBV (Origo völlurinn)
15. apríl, ÍBV - KA (Hásteinsvöllur)
23. apríl, ÍBV - Breiðablik (Hásteinsvöllur)
29. apríl, Keflavík - ÍBV (HS Orku völlurinn)
3. maí, Fram - ÍBV (Framvöllur)
Í besta falli og versta falli: Í besta falli sjötta sæti og í versta falli tíunda sæti.
Síðar í dag birtist ÍBV hlaðvarp hér á síðunni. Endilega fylgist með því.
Spámennirnir: Aksentije Milisic, Arnar Daði Arnarsson, Arnar Laufdal, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Tómas Þór Þórðarson.
Athugasemdir