Völsungur er á fullu að bæta við sig leikmönnum fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið verður nýliði eftir að hafa komist upp úr 2. deildinni síðasta sumar.
Félagið hefur sótt tvo unga leikmenn á láni frá Akureyri.
Félagið hefur sótt tvo unga leikmenn á láni frá Akureyri.
Ívar Arnbro Þórhallsson gengur til liðs við félagið frá KA en hann er markmaður fæddur árið 2006. Hann kom við sögu í tveimur leikjum sumarið 2023 hjá KA en var á láni hjá Hetti/Huginn í 2. deild síðasta sumar. Hann er landsliðsmaður U19 en hann hefur leikið 15 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Davíð Örn Aðalsteinsson kemur til liðsins frá Þór. Davíð er einnig fæddur árið 2006 en hann þekkir til á Húsavík þar sem hann var þar á láni seinni hluta síðasta tímabils. Hann kom við sögu í 6 leikjum í 2. deild.
Komnir
Elfar Árni Aðalsteinsson frá KA
Elvar Baldvinsson frá Vestra
Ívar Arnbro Þórhallsson á láni frá KA
Davíð Örn Aðalsteinsson á láni frá Þór
Farnir
Jakob Gunnar Sigurðsson í KR
Juan Guardia í Þór
Ólafur Örn Ásgeirsson til HK (var á láni)
Athugasemdir