Hlín Eiríksdóttir gekk til liðs við Leicester á Englandi frá Kristianstad í Svíþjóð á dögunum.
Hlín skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Leicester en hún hafði nýlega verið búin að skrifa undir nýjan samning við Kristianstad.
Kristianstad birti viðtal við Lovisu Ström, yfirmann fótboltamála hjá félaginu, um félagaskiptin.
„Það var ofarlega á lista hjá okkur að framlengja samninginn hennar en það tók smá tíma áður en það var í höfn. Af og til áttum við viðræður og vorum meðvituð um að nýtt tilboð gæti komið fram sem við myndum þá þurfa að taka ákvörðunina. Leicester kom með tilboð sem Kristianstad og Hlín voru sátt með," sagði Ström.
„Ef þetta hefði gerst fyrir 4-5 árum síðan hefði áhugi Leicester bara verið áhugi. Að kaupa leikmenn sem eru með samning er eðlilegur hluti af fótboltanum í dag. Við erum mjög þakklát fyrir það sem Hlín gerði í þau tvö ár sem hún var hér og óskum henni alls hins besta í ensku deildinni."
Athugasemdir