Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2025 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þurftum að selja Almiron út af PSR"
Mynd: EPA
Miguel Almiron var í gær seldur frá Newcastle til Atlanta United í MLS deildinni. Paragvæski kantmaðurinn hafði verið hjá Newcastle í sex ár en hann kom til félagsins einmitt frá Atlanta.

„Þetta eru skipti sem henta félaginu og Miggy. Þetta er góður tími fyrir hann að fá ferska áskorun. Þetta er félag sem hann þekkir vel og er með góða tengingu við. Ég held að hann sé að fara í góðar hendur," sagði Eddie Howe, stjóri Newcastle, á fréttamannafundi.

„Eins og ég hef sagt margoft í þessum mánuði þá voru þetta viðskipti sem við urðum að gera. Við erum eilítið þunnskipaðir eftir þetta vegna meiðsla Harvey Barnes og Callum Wilson, en við þurftum að gera þetta."

Aðspurður um hvers vegna sagði Howe að það væri vegna PSR (Profit and Sustainability Rules) reglna úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni sem tóku við af FFP (Financial Fair Play) reglunum. Félög mega ekki tapa of háum fjárhæðum, geta annars fengið sektir og jafnvel tapað stigum.

Newcastle keypti Almirón frá Atlanta United fyrir sex árum síðan á um 21 milljón punda og spilaði leikmaðurinn 223 keppnisleiki fyrir enska úrvalsdeildarfélagið. Á sínu besta tímabili skoraði Almirón 11 mörk í 34 úrvalsdeildarleikjum.

Almirón verður 31 árs í næstu viku og gerði þriggja ára samning við Atlanta, með möguleika á eins árs framlengingu. Atlanta er sagt greiða um 10 milljónir punda fyrir Paragvæjann.
Athugasemdir
banner
banner
banner