Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
   lau 01. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saint-Maximin á leið til Napoli - Morata til Galatasaray
Mynd: Getty Images
Allan Saint-Maximin, fyrrum leikmaður Newcastle, er á leið til Napoli á láni frá Al-Ahli.

Saint-Maximin gekk til liðs við Al-Ahli í Sádí-Arabíu árið 2023 eftir fjögurra ára dvöl hjá Newcastle. Hann tók eitt tímabil í Sádí áður en hann var lánaður til Fenerbahce í sumar.

Hann mun hins vegar ekki klára tímabilið í Tyrklandi því Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni rifta samningnum við félagið og ganga til liðs við Napoli á láni en ítalska félagið mun borga 4 milljónir evra fyrir hann.

Napoli er á toppi ítölsku deildarinnar með þriggja stiga forystu á Inter sem á leik til góða.

Romano greinir þá einnig frá því að Alvaro Morata, framherji AC Milan, sé á leið til Tyrklands en hann fer til Galatasaray á láni út tímabilið en Galatasaray getur framlengt samninginn um ár til viðbótar og það er einnig kaupákvæði í samningnum.
Athugasemdir
banner
banner