City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   fös 31. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Milan getur unnið þriðja leikinn í röð gegn Inter
Mynd: EPA
23. umferð ítalska deildartímabilsins hefst á fallbaráttuslag í kvöld, þar sem Parma tekur á móti Þóri Jóhanni Helgasyni og félögum í Lecce.

Svo eru fjórir leikir á dagskrá á morgun, laugardag, þar sem Íslendingalið Venezia heimsækir Udinese áður en Atalanta spilar við Torino og Bologna mætir Como í áhugaverðum leikjum.

Stórleikir helgarinnar eru á dagskrá á sunnudeginum. Juventus og Fiorentina byrja daginn á rólegum heimaleikjum gegn Empoli og Genoa, þar sem Albert Guðmundsson mætir sínum fyrrum liðsfélögum, áður en stórleikirnir hefjast.

AC Milan mætir Inter á San Siro eftir að hafa unnið síðustu tvær innbyrðisviðureignirnar gegn nágrönnum og erkifjendum sínum. Það eru heil sextán stig sem skilja liðin að á stöðutöflunni en sá munur þýðir ekki neitt þegar flautað verður til leiks.

Eftir risaslaginn á San Siro spilar Roma við topplið Napoli í gríðarlega spennandi stórslag á Ólympíuleikvanginum.

Að lokum á fallbaráttulið Cagliari heimaleik við Lazio á mánudagskvöldið.

Föstudagur
19:45 Parma - Lecce

Laugardagur
14:00 Monza - Verona
14:00 Udinese - Venezia
17:00 Atalanta - Torino
19:45 Bologna - Como

Sunnudagur
11:30 Juventus - Empoli
14:00 Fiorentina - Genoa
17:00 Milan - Inter
19:45 Roma - Napoli

Mánudagur
19:45 Cagliari - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 26 17 6 3 59 24 +35 57
2 Napoli 26 17 5 4 42 21 +21 56
3 Atalanta 26 16 6 4 59 26 +33 54
4 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
5 Lazio 26 14 5 7 47 34 +13 47
6 Fiorentina 26 12 6 8 41 28 +13 42
7 Milan 25 11 8 6 37 26 +11 41
8 Bologna 25 10 11 4 38 31 +7 41
9 Roma 26 11 7 8 40 29 +11 40
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Torino 26 7 10 9 29 32 -3 31
12 Genoa 26 7 9 10 24 34 -10 30
13 Como 26 7 7 12 32 41 -9 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 26 6 7 13 26 40 -14 25
16 Lecce 26 6 7 13 18 42 -24 25
17 Parma 26 5 8 13 32 45 -13 23
18 Empoli 26 4 9 13 22 43 -21 21
19 Venezia 26 3 8 15 22 41 -19 17
20 Monza 26 2 8 16 21 43 -22 14
Athugasemdir
banner
banner
banner