Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
   fös 31. janúar 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham í viðræðum um Tomori
Mynd: EPA
Tottenham vonast til að bæta við sig einum varnarmanni áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar eftir helgi.

Mikil meiðslavandræði hafa verið í herbúðum Tottenham en Radu Dragusin þurfti að fara af velli vegna meiðsla gegn Elfsborg í Evrópudeildinni í gær. Þá er Cristian Romero á meiðslalistanum.

Tottenham er í viðræðum við AC Milan um enska miðvörðinn Fikayo Tomori og þá eru viðræður við leikmanninn sjálfann einnig í fullum gangi samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Tomori er 27 ára gamall en hann er uppalinn hjá nágrönnum Tottenham í Chelsea. Hann lék 27 leiki fyrir Lundúnarliðið áður en hann gekk til liðs við Milan árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner