Gísli Gottskálk Þórðarson var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik með Lech Poznan þegar liðið mætti Widzew Lodz í pólsku deildinni í kvöld.
Hann lagði upp glæsilegt mark Afonso Sousa í 4-1 sigri. Gísli lagði boltann til hliðar á Sousa sem lét vaða fyrir utan teiginn og skoraði. Lech Poznan er á toppnum með 41 stig eftir 19 umferðir, fimm stigum á undan Rakow sem á leik til góða.
Elías Már Ómarsson hefur farið á kostum með NAC Breda í hollensku deildinni undanfarið.
Hann kom liðinu yfir snemma leiks gegn Heracles á heimavelli í kvöld. Gestirnir jöfnuðu metin snemma í seinni hálfleik og tryggðu sér stig.
Elías hefur skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum. Liðið er í 8. sæti með 26 stig eftir 21 umferð.
Logi Hrafn Róbertsson gekk til liðs við króatíska félagið Istra 1961 frá FH í vetur. Hann spilaði sinn fyrsta leik þegar hann kom inn af bekknum um síðustu helgi.
Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Gorica. Istra er í 7. sæti í tíu liða deild með 20 stig eftir 20 umferðir.
Lech Pozna? 3-0 Widzew ?ód? - Afonso Sousa great strike 50' (Ekstraklasa)
byu/4gjdtokurwa insoccer
Athugasemdir