Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Al-Nassr hættir að reyna við Mitoma
Sádi-arabíska félagið Al-Nassr hefur hætt tilraunum sínum til að fá Kaoru Mitoma eftir að Brighton gerði því ljóst að japanski sóknarmaðurinn væri ekki til sölu.

Brighton hafði hafnað 65 milljóna evra tilboði og hafði búist við að fá nýtt og hærra tilboð.

Brighton telur að Mitoma hafi engan áhuga á að yfirgefa félagið og sagði við Al-Nassr að félagið hefði enga þörf á því að selja leikmanninn.

Glugganum í Sádi-Arabíu verður lokað í kvöld.

Mitoma hefur spilað 92 leiki og skorað 18 mörk í öllum keppnum síðan hann kom til Brighton frá Kawasaki Frontale í Japan 2021.

Mitoma er eini leikmaður Brighton sem hefur spilað í öllum 23 úrvalsdeildarleikjunum á þessu tímabili. Liðið er í níunda sæti deildarinnar.

Hann framlengid samning sinn við Brighton í október 2023 og er bundinn til júnímánaðar 2027.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 28 20 7 1 66 26 +40 67
2 Arsenal 27 15 9 3 51 23 +28 54
3 Nott. Forest 27 14 6 7 44 33 +11 48
4 Man City 27 14 5 8 53 37 +16 47
5 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
6 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 27 11 5 11 48 43 +5 38
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 27 10 3 14 53 39 +14 33
14 Man Utd 27 9 6 12 33 39 -6 33
15 West Ham 27 9 6 12 32 47 -15 33
16 Everton 27 7 11 9 30 34 -4 32
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 27 3 8 16 26 57 -31 17
19 Leicester 27 4 5 18 25 61 -36 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner