Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
   fös 31. janúar 2025 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þórir Jóhann lagði upp í sigri Lecce - Dorgu ónotaður varamaður
Mynd: Getty Images
Parma 1 - 3 Lecce
1-0 Emanuele Valeri ('34 , víti)
1-1 Nikola Krstovic ('36 )
1-2 Santiago Pierotti ('63 )
1-3 Santiago Pierotti ('90 )

Þórir Jóhann Helgason hefur verið fastamaður í byrjunarliði Lecce að undanförnu eftir að hafa verið úti í kuldanum lengst af á tímabilinu.

Hann var í byrjunarliðinu í fjórða leiknum í kvöld þegar liðið vann Parma í botnbaráttuslag. Parma komst yfir með mark úr vítaspyrnu en tveimur mínútum síðar skoraði Nikola Krstovic eftir laglega fyrirgjöf frá Þóri Jóhanni.

Santiago Pierrotti skoraði tvennu í seinni hálfleik og innsiglaði þar með sigur Lecce en Krstovic lagði upp bæði mörkin. Vinstri bakvörðurinn Patrick Dorgu sat allan tímann á bekknum hjá Lecce en hann er á leið til Manchester United.

Lecce er þremur stigum á undan Parma sem er í fallsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 22 17 2 3 37 15 +22 53
2 Inter 21 15 5 1 55 18 +37 50
3 Atalanta 22 14 4 4 48 25 +23 46
4 Lazio 22 12 3 7 38 30 +8 39
5 Juventus 22 8 13 1 35 19 +16 37
6 Fiorentina 21 10 6 5 35 22 +13 36
7 Milan 21 9 7 5 32 23 +9 34
8 Bologna 21 8 10 3 33 27 +6 34
9 Roma 22 8 6 8 33 28 +5 30
10 Torino 22 6 8 8 23 26 -3 26
11 Udinese 22 7 5 10 25 34 -9 26
12 Genoa 22 6 8 8 20 30 -10 26
13 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
14 Como 22 5 7 10 27 36 -9 22
15 Empoli 22 4 9 9 21 29 -8 21
16 Cagliari 22 5 6 11 23 36 -13 21
17 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
18 Verona 22 6 2 14 25 48 -23 20
19 Venezia 22 3 7 12 20 35 -15 16
20 Monza 22 2 7 13 20 33 -13 13
Athugasemdir
banner
banner
banner