Daniel Osafo-Badu er tekinn við sem þjálfari Harðar á Ísafirði. Badu þekkir vel til á Ísafirði en þar hefur hann verið í áratug og hafði áður verið þar í tvö ár.
Badu kom fyrst í Bí/Bolungarvík fyrir tímabilið 2012 og lék þar í tvö tímabil áður en hann fór í Magna í eitt tímabil. Magni er það lið sem hann lék fyrir fyrst á Íslandi. Hann lék svo með BÍ/Bolungarvík tímabilið 2015 og Vestra tímabilin 2016-2023.
Badu kom fyrst í Bí/Bolungarvík fyrir tímabilið 2012 og lék þar í tvö tímabil áður en hann fór í Magna í eitt tímabil. Magni er það lið sem hann lék fyrir fyrst á Íslandi. Hann lék svo með BÍ/Bolungarvík tímabilið 2015 og Vestra tímabilin 2016-2023.
Badu var aðstoðarþjálfari Vestra tímabilin 2023-24. Vignir Snær Stefánsson tók við því hlutvekri á dögunum.
Badu tekur við Herði af Eyþóri Bjarnasyni sem hefur stýrt liðinu síðustu tvö tímabil.
Hörður sem er venslalið Vestra endaði í 4. sæti B-riðils í 5. deild á síðasta tímabili. Liðið verður í A-riðli 5. deildar í sumar.
Athugasemdir