Tel vill helst fara til Man Utd - Annað tilboð í Mitoma - Watkins opinn fyrir Arsenal
   fös 31. janúar 2025 20:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rafa Benítez hafnaði Botafogo
Mynd: EPA
Rafael Benítez hafnaði því að taka við brasilíska liðinu Botafogo samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla.

Benítez var kominn langt í viðræðum við Botafogo en ákvað að taka ekki við liðinu eftir samtal við fjölskylduna sína.

Botafogo er stórhuga en liðið vann brasilísku deildina og Meistaradeild Suður-Ameríku á síðustu leiktíð.

Benítez hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Celta Vigo í fyrra. Hann hefur stýrt liðum á borð við Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Real Madrid, Napoli og Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner