Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   lau 01. febrúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mathys Tel ætlar að vera áfram hjá Bayern
Það kom fram í gær að Mathys Tel, framherji Bayern, hafi hafnað því tækifæri að ganga til liðs við Tottenham.

Félögin höfðu komist að samkomulagi um kaupverð en það hljóðaði upp á 50 milljónir punda en leikmaðurinn hafnaði samningstilboði.

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Tel ætli sér að vera áfram í herbúðum Bayern út tímabilið.

Hann mun skoða aðra möguleika í sumar en félög á borð við Aston Villa, Man Utd, Chelsea og Arsenal hafa sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner