U16 landslið kvenna spilar tvo vináttulandsleiki við U16 landslið Færeyja á næstu dögum og fer fyrri leikurinn fram í dag.
Liðin eigast við í Miðgarði í Garðabæ klukkan 17:00 og fer seinni leikurinn fram á sunnudaginn klukkan 13:00.
Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Aldís Ylfa Heimisdóttir stýrir U16 landsliðinu í fyrsta sinn eftir að hún tók við þjálfarastarfinu í fyrri hluta janúar.
Athugasemdir