Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 27. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 01.ágú 2023 15:15 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 19. sæti: „Faðir tími hefur víst klukkað hann"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst er það Sheffield United sem er spáð 19. sæti deildarinnar, og þar með falli.

Sheffield United gnar marki þegar liðið var síðast upp í ensku úrvalsdeildinni.
Sheffield United gnar marki þegar liðið var síðast upp í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd/Getty Images
Paul Heckingbottom, stjóri Sheffield United.
Paul Heckingbottom, stjóri Sheffield United.
Mynd/EPA
Frá Bramall Lane, heimavelli Sheffield United.
Frá Bramall Lane, heimavelli Sheffield United.
Mynd/Getty Images
John Egan, fyrirliði Sheffield United.
John Egan, fyrirliði Sheffield United.
Mynd/EPA
Iliman Ndiaye í baráttu við Jack Grealish í enska bikarnum á síðustu leiktíð.
Iliman Ndiaye í baráttu við Jack Grealish í enska bikarnum á síðustu leiktíð.
Mynd/EPA
Anel Ahmedhodzic, efnilegur varnarmaður.
Anel Ahmedhodzic, efnilegur varnarmaður.
Mynd/Getty Images
Sander Berge er öflugur miðjumaður en nær hann að sýna það í ensku úrvalsdeildinni?
Sander Berge er öflugur miðjumaður en nær hann að sýna það í ensku úrvalsdeildinni?
Mynd/Getty Images
Runólfur Trausti tekur hér viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson. Runólfur heldur upp á Sheffield United.
Runólfur Trausti tekur hér viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson. Runólfur heldur upp á Sheffield United.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Billy Sharp og Oli McBurnie. Sharp er goðsögn hjá Sheffield United en hann yfirgaf félagið í sumar.
Billy Sharp og Oli McBurnie. Sharp er goðsögn hjá Sheffield United en hann yfirgaf félagið í sumar.
Mynd/Getty Images
Eyjamaðurinn George Baldock er enn í fullu fjöri með Sheffield United.
Eyjamaðurinn George Baldock er enn í fullu fjöri með Sheffield United.
Mynd/Getty Images
Hvað gera Stálstrákarnir í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem framundan er?
Hvað gera Stálstrákarnir í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem framundan er?
Mynd/Getty Images
Um Sheffield United: Félagið þurfti ekki að bíða lengi eftir því að komast aftur upp í deild þeirra bestu, allavega ekki eins og lengi og síðast - langt því frá. Félagið var uppi tímabilið 2006-07 og fór svo niður. Liðið flakkaði í kjölfarið á milli B- og C-deildar en komst svo aftur upp í úrvalsdeild 2019 og lék þá í efstu deild í tvö tímabil í röð.

Liðið féll en þurfti aðeins að leika tvö tímabil til að komast aftur upp á staðinn sem allir vilja vera á. Sheffield United var langnæstbesta lið Championship-deildarinnar og komst verðskuldað upp.

Núna er spurning hvort Sheffield United nái að búa til einhver stöðugleika og nái mögulega að halda sér lengur uppi en síðast.

Stjórinn: Chris Wilder er ekki lengur í brúnni, það er fyrrum aðstoðarmaður hans, Paul Heckingbottom. Hann tók fyrst við liðinu til bráðabirgða eftir að Wilder yfirgaf félagið í mars 2021. Heckingbottom er því með nokkra reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en liðið féll undir hans stjórn. Heckingbottom fékk fyrst ekki starfið en hann tók aftur við til bráðabirgða á fyrra tímabili liðsins í Championship-deildinni eftir fallið. Hann fékk svo starfið til frambúðar og hefur í kjölfarið gert flotta hluti. Heckingbottom, sem er fyrrum stjóri Barnsley, Leeds og Hibernian, en hann notast við þriggja manna varnarlínu í sínu kerfi. Sheffield United var eitt besta varnarlið Championship-deildarinnar í fyrra og Heckingbottom þarf að halda þeim einkennum í leik liðsins.

Leikmannaglugginn:
Eins og hjá Luton, liðinu sem er spáð neðsta sæti, þá hefur leikmannaglugginn verið heldur rólegur hingað til hjá Sheffield United. Aðeins þrír nýir leikmenn hafa komið inn fyrir samanlagt 6,3 milljónir punda. Þau stóru tíðindi bárust í glugganum að Billy Sharp yrði ekki áfram hjá félaginu. Sharp er 37 ára framherji sem kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Stálstrákunum og er hann goðsögn hjá félaginu.

Komnir:
Bénie Traoré frá Häcken - 4 milljónir punda
Anis Slimane frá Bröndby - 2,3 milljónir punda
Yasser Larouci frá Troyes - á láni

Farnir:
Enda Stevens - samningur rann út
Kyron Gordon - samningur rann út
Jack O’Connell - samningur rann út
Billy Sharp - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:



Lykilmenn: Það er mikið högg fyrir Sheffield United að missa Iliman Ndiaye til Marseille í Frakklandi, en hann var einn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Sander Berge er líklega besti leikmaður Sheffield United en hann er mjög sterkur miðjumaður. Miðvörðurinn John Egan er mikilvægur en hann er fyrirliði og er með reynslu úr þessari deild. Þá verður liðið að treysta á skoska sóknarmanninn Oli McBurnie en það er hættulegur leikur þar sem hann hefur aldrei skorað mikið í ensku úrvalsdeildinni. Síðast þegar hann lék í deildinni þá skoraði hann eitt mark í 23 leikjum, en félagið þarf helst að kaupa sóknarmann.

„Stálstrákarnir ættu að geta staðið sig með prýði"
Íþróttafréttamaðurinn Runólfur Trausti Þórhallsson heldur upp á Sheffield United. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum tengdum liðinu.

Ég byrjaði að halda með Sheffield United af því að (frá 2020... Í grunninn er maður náttúrulega Manchester United stuðningsmaður fyrst og fremst en í gegnum árin – þökk sé Football Manager – hefur maður kynnst ótrúlegustu liðum og ég er nokkuð viss um að síðasta áratug hafi ég alltaf tekið alla vega eitt „save“ með Sheffield United. Þannig á endanum fór maður að fylgjast með liðinu ár hvert, sama hversu illa hefur gengið. Svo ætli ég hafi ekki byrjað að fylgjast með þeim vegna Football Manager.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Þegar Sheffield vann Arsenal 1-0 árið 2006. Phil Jagielka þurfti að henda sér í rammann eftir Paddy Kenny, sá mæti maður, hafði meiðst. Þvílíkur leikur.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Augljóslega frábært, 91 stig í Championship er afrek þó svo að lærisveinar Vincent Kompany hafi brotið 100 stiga múrinn.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Það er ekki hægt í Championship, alltof margir leikdagar.

Hvern má ekki vanta í liðið? Hér ætti maður að segja Billy Sharp en faðir tími hefur víst klukkað hann. Sander Berge skuldar gott tímabil í efstu deild.

Hver er veikasti hlekkurinn? Rhian Brewster, sá er ÖMURLEGUR.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Anel Ahmedhodzic er miðvörður frá Bosníu-Hersegóvínu en alinn upp í Svíþjóð. Hann er 24 ára gamall og gæti átt framtíðina fyrir sér. Menningarlegur hafsent af gamla skólanum en Football Manager nördar þekkja þennan leikmann býsna vel.

Við þurfum að kaupa... Illa vegið að manni sem hélt 18x hreinu í Champ á síðustu leiktíð en ég væri til í nýjan markvörð. Skilst að David de Gea sé laus.

Hvað finnst þér um stjórann? Paul Heckingbottom hefur nýtt tækifærið vel eftir hörmungarbyrjun. Þekkir DNA félagsins og á skilið að stýra liðinu í Prem.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Allt í lagi bara. Nóg af liðum sem voru gjörsöm hörmung á síðustu leiktíð svo Stálstrákarnir ættu að geta staðið sig með prýði.

Hvar endar liðið? Sættum okkur við 17. sæti en lendum í 15. sæti.

Sheffield United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Crystal Palace á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner
banner