Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fim 02. júní 2022 11:41
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Gaui Lýðs: Ég og Hemmi búnir að takast í hendur og ná sáttum
Hermann Hreiðarsson og Guðjón Pétur Lýðsson.
Hermann Hreiðarsson og Guðjón Pétur Lýðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn reynslumikli Guðjón Pétur Lýðsson hefur ekki spilað síðustu tvo leiki ÍBV en hann hefur verið í agabanni eftir að það kastaðist í kekki milli hans og Hermanns Hreiðarssonar þjálfara.

Guðjón var ósáttur þegar hann var tekinn af velli í leik gegn ÍA í síðasta mánuði og eftir hörð orðaskipti fóru hann og Hermann haus í haus.

„Ég og Hemmi erum búnir að takast í hendur og ná sáttum í þessu máli. Nú höldum við bara fram veginn og erum búnir að sammælast um að láta ÍBV ganga fyrir og keyra á þetta. Þetta er bara það besta í stöðunni fyrir alla hlutaðeigandi. Við áttum góðan fund saman í fyrradag, ótrúlega gott spjall," segir Guðjón í samtali við Fréttablaðið.

ÍBV er í ellefta sæti, fallsæti, í Bestu deildinni og hefur ekki fagnað sigri eftir átta umferðir. Þá féll liðið úr leik í Mjólkurbikarnum gegn Lengjudeildarliði Fylkis.

„Það er undir okkur sjálfum komið að snúa gengi liðsins við. Svona uppákomur eins og hjá mér og Hemma geta splundrað hlutunum eða búið til tímapunkt til þess að snúa hlutunum við. Ég er að minnsta kosti staðráðinn í því að svara inni á vellinum," segir Guðjón við Fréttablaðið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner