Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 11:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Bíðum eftir því að Kroos skipti um skoðun
Mynd: EPA

Toni Kroos miðjumaður Real Madrid spilaði sinn síðasta leik fyrir félagið í gær þegar liðið vann Dortmund í úrslitum Meistaradeildarinnar.


Hann mun leggja skóna á hilluna eftir EM í Þýskalandi þar sem hann mun taka slaginn með heimamönnum.

„Hann er goðsögn hjá félaginu. Allir stuðningsmenn Real Madrid eru þakklátir fyrir það sem hann hefur gert, ekki bara út af því sem hann hefur gert inn á vellinum heldur líka hugarfarið og fagmennskan. Ég sagði við hann að við værum að bíða eftir því að þú skiptir um skoðun," sagði Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid eftir leikinn í gær.

Kroos vann spænsku deildina í fjórða sinn á nýafstaðnu tímabili og Meistaradeildina í fimmta sinn með Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner