Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fös 21. júní 2024 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Markalaust í stórleiknum
Pólland úr leik
Mynd: EPA
Holland 0 - 0 Frakkland

Holland og Frakkland áttust við í stórleik rétt í þessu og lauk leikum með markalausu jafntefli.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en hvorugu liði tókst að skora. Frakkar voru hættulegri í sínum sóknaraðgerðum en áttu í miklum vandræðum með að koma boltanum á markrammann.

Þau vandræði héldu áfram í síðari hálfleik þegar Frakkar tóku meiri stjórn á leiknum. Hollendingar sáu vart til sólar en vörðust vel og komust Frakkar lítið áleiðis.

Xavi Simons kom boltanum í netið á 69. mínútu en það var ekki dæmt gilt eftir skoðun í VAR herberginu, vegna rangstöðu í aðdragandanum. Denzel Dumfries stóð í rangstöðu og truflaði Mike Maignan, markvörð Frakka, þegar skotið fór af stað.

Frakkar fengu þó bestu færin í leiknum en þau voru ekki mörg og gerðu lærisveinar Didier Deschamps að lokum ekki nóg til að sigra.

Holland og Frakkland eiga bæði fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar.

Holland spilar úrslitaleik við Austurríki í lokaumferðinni á meðan Frakkland mætir botnliði Póllands.

Kylian Mbappé sat allan tímann á bekknum eftir að hafa nefbrotnað í fyrstu umferð.

Þessi úrslit þýða að Pólland er úr leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner