Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   fös 21. júní 2024 23:34
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Held að Kanté sé ennþá hlaupandi
Mynd: EPA
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, var áhyggjulaus eftir markalaust jafntefli gegn Hollandi í stórleik dagsins á EM.

Frakkar voru sterkari aðilinn en þeim tókst ekki að skora eftir að Antoine Griezmann misnotaði tvö dauðafæri í leiknum. Hollendingar settu boltann í netið en ekki dæmt mark vegna umdeildrar rangstöðu í aðdragandanum.

„Ég hef engar áhyggjur," svaraði Deschamps þegar hann var spurður út í markaskorun Frakklands þegar Kylian Mbappé er fjarverandi. Mbappé var ekki með í kvöld eftir að hafa nefbrotnað í fyrstu umferð.

„Svona er fótboltinn. Stundum fær maður frábær færi en tekst ekki að skora, það gerist. Ég væri áhyggjufullur ef við hefðum ekki fengið nein færi í leiknum."

Deschamps tjáði sig um Mbappé, Griezmann og N'Golo Kanté að leikslokum. Hann segist hafa talið það best að hvíla Mbappé í nokkra daga í viðbót vegna nefbrotsins og hrósaði Griezmann þó að hann hafi klúðrað dauðafærum, áður en hann snéri sér að Kanté sem var valinn maður leiksins af UEFA.

„Ég held að N'Golo sé ennþá úti á velli hlaupandi," grínaðist Deschamps, en Kanté var einnig valinn besti maður vallarins í fyrstu umferð gegn Austurríki.

„Að hlaupa er alls ekki það eina sem hann gerir. Hann er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir þetta lið og gefur okkur ákveðinn ófyrirsjáanleika."
Athugasemdir
banner
banner
banner