Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
banner
   fös 21. júní 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Genoa kaupir Vitinha (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Genoa er búið að festa kaup á portúgalska framherjanum Vitinha sem hefur leikið á láni með liðinu frá janúar.

Vitinha skoraði 2 mörk í 9 leikjum með Genoa en var sjaldan í byrjunarliðinu vegna mikillar samkeppni.

Hann mun væntanlega fá talsvert meira pláss í framlínu Genoa ef Albert Guðmundsson verður seldur í sumar, sem virðist vera óumflýjanlegt miðað við mikinn áhuga á honum.

Vitinha er 24 ára gamall og kemur úr röðum Marseille, sem keypti hann á sínum tíma frá uppeldisfélagi hans Braga.

Genoa er talið borga um 20 milljónir evra fyrir leikmanninn, auk þess sem Marseille heldur 15% af endursölurétti leikmannsins.

Þá hefur Marseille einnig endurkaupsákvæði og getur keypt Vitinha til baka frá Genoa fyrir rúmar 40 milljónir.


Athugasemdir
banner
banner