West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fös 21. júní 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tók viðtal við son sinn eftir leik - „Aldrei gert þetta áður"
Peter og Kasper Schmeichel.
Peter og Kasper Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Feðgarnir Peter og Kasper Schmeichel deildu fallegu augnabliki eftir leik Englands og Danmerkur í gær.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Kasper varði mark Danmerkur í leiknum.

Faðir hans, Peter, var að vinna fyrir Fox Soccer í kringum leikinn og tók viðtal við son sinn þegar flautað hafði verið til leiksloka.

„Ég tek mörg viðtöl en ég hef aldrei gert þetta áður," sagði Peter, sem varði lengi vel mark Danmerkur, þegar viðtalið kláraðist og hann faðmaði son sinn innilega.

Hægt er að sjá myndband af þessu fallega augnablik hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner