Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Víkingar kláruðu Fylki á síðasta hálftímanum
Karl Friðleifur átti frábæran leik í vinstri bakverðinum
Karl Friðleifur átti frábæran leik í vinstri bakverðinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson átti sömuleiðis stórleik
Ari Sigurpálsson átti sömuleiðis stórleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Daríus skoraði fyrra mark Fylkis
Benedikt Daríus skoraði fyrra mark Fylkis
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. 5 - 2 Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson ('1 )
1-1 Aron Elís Þrándarson ('14 )
2-1 Erlingur Agnarsson ('18 )
2-2 Orri Sveinn Segatta ('52 )
3-2 Helgi Guðjónsson ('58 )
4-2 Ari Sigurpálsson ('65 )
5-2 Karl Friðleifur Gunnarsson ('79 )
Lestu um leikinn

Víkingar eru með sex stiga forystu í efsta sæti Bestu deildar karla eftir 5-2 sigur liðsins á botnliði Fylkis í 9. umferð deildarinnar á Víkingsvellinum í dag.

Fylkismenn unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð og mættu því nokkuð brattir inn í þennan leik.

Ekki var mínúta liðin er Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylki í 1-0, en Þórður Gunnar Hafþórsson átti þessa konfektsendingu frá hægri vængnum, yfir vörn Víkings og fyrir fætur Benedikts sem setti boltann út við stöng og inn.

Víkingar voru fljótir að bregðast við og fóru strax að hóta marki gestanna.

Ari Sigurpálsson átti ágætis tilraun sem Ólafur Kristófer Helgason varði aftur fyrir endamörk á 2. mínútu.

Ellefu mínútum síðar fengu Víkingar aukaspyrnu eftir að Matthias Præst missti boltann of langt frá sér og sá ekkert annað í stöðunni en að strauja Karl Friðleif Gunnarsson.

Karl Friðleifur tók aukaspyrnuna, sem fór af Nikulási Val Gunnarssyni og í höndina á Aroni Elís Þrándarsyni, sem lagði boltann til hægri áður en hann afgreiddi færið örugglega í vinstra hornið.

Boltinn fór klárlega í hönd Arons og alls ekkert hægt að deila um það, en Þórður Þorsteinn Þórðarson, dómari leiksins, dæmdi ekkert.

Mínútu síðar voru Fylkismenn heppnir að fá ekki á sig víti er Valdimar Þór Ingimundarson komst inn í teiginn. Orri hélt í stuttbuxur hans og hafði greinilega áhrif á Valdimar, sem potaði boltanum í átt að marki áður en hann datt í grasið. Aftur var ekkert dæmt.

Þremur mínútum síðar kom Erlingur Agnarsson Víkingum í 2-1. Ari fékk boltann á vinstri vængnum, keyrði inn að teignum áður en hann teygði sig í boltann til að koma honum fyrir markið. Orri Sveinn Segatta reyndi að koma hættunni frá, en það vildi ekki betur en svo að boltinn fór af honum og fyrir Erling sem potaði boltanum í netið.

Það var lítið um að vera næstu tuttugu mínútur eða svo, en næsta hættuleg færi var gestanna. Halldór Jón Sigurður Þórðarson, sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir meiddan Nikulás Val, dansaði í gegnum vörn Víkinga áður en hann lagði boltann út í teiginn á Benedikt Daríus en skot hans yfir markið.

Staðan í hálfleik 2-1 fyrir heimamönnum. Nokkuð jafn leikur framan af, bæði lið með góða kafla. Fylkisliðið hélt meira í boltann í fremur leiðinlegu veðri.

Snemma í þeim síðari jöfnuðu Fylkismenn. Arnór Breki Ásþórsson með hornspyrnu beint á hausinn á Orra Sveini sem stangaði honum í netið. Glæsileg byrjun á seinni hjálfleiknum hjá Árbæingum.

Víkingar náðu að kaffæra Fylkismönnum á síðasta halftímanum eða svo með þremur mörkum.

Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 58. mínútu. Ari Sigurpáls kom boltanum frá hægri vængnum og fyrir Helga sem náði skoti á markið, en Ólafur Kristófer sá við honum. Boltinn datt aftur fyrir Helga sem var með opið mark fyrir framan sig, en eftir smá basl tókst honum á endanum að leka honum yfir línuna.

Sjö mínútum síðar skoraði Ari fjórða markið. Karl Friðleifur með frábæran bolta vinstra megin á vellinum og á fjær. Ari náði að komast fram fyrir Arnór og skila boltanum í netið. Mikilvægt mark fyrir heimamenn.

Það tók mikinn mátt úr Fylkismönnum og voru Víkingar alltaf líklegir til að bæta við. Rúmum tíu mínútum fyrir leikslok kórónaði Karl Friðleifur leik sinn með fimmta marki Víkinga. Ari fann hann vinstra megin við teiginn og setti hann boltann á hægri og skaut honum á varnarlausan Ólaf Kristófer í markinu.

Í uppbótartíma kom Ólafur í veg fyrir að Víkingar gerðu sjötta markið. Helgi fékk boltann í miðjum teignum, en Ólafur gerði vel að verja frá honum.

Áttundi sigur Víkinga staðreynd sem eru á toppnum með 25 stig, sex stigum meira en Breiðablik. Fylkir er hins vegar áfram á botninum með aðeins 4 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
3.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner
banner