Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 02. júní 2024 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki og Mikael upp í Seríu A (Staðfest)
Bjarki Steinn BJarkason
Bjarki Steinn BJarkason
Mynd: Getty Images
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn BJarkason og Mikael Egill Ellertsson, leikmenn Venezia, eru komnir upp í Seríu A eftir að lið þeirra vann 1-0 sigur á Cremonese í úrslitum í umspili B-deildarinnar.

Venezia og Cremonese gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli Cremonese.

Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia í kvöld en Mikael Egill á bekknum.

Cremonese átti mörg hættuleg færi en það var Venezia sem gerði eina markið. Danski framherjinn Christian Gytkjær gerði það á 24. mínútu leiksins.

Venezia er því komið aftur upp í Seríu eftir tveggja ára fjarveru.

Bjarki og Mikael hafa báðir átt stóran þátt í velgengni Venezia á leiktíðinni og vel að þessu komnir. Bjarki spilaði 36 leiki á tímabilinu á meðan Mikael lék 38 leiki.

Hilmir Rafn Mikaelsson og Óttar Magnús Karlsson eru einnig á mála hjá Venezia, en Hilmir er á láni hjá Kristiansund á meðan Óttar var á láni hjá Vis Pesaro í C-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner