Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 02. júní 2024 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Bruno Fernandes orðaður við Bayern München
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er orðaður við þýska félagið Bayern München í portúgölskum miðlum í dag.

Portúgalinn vildi ekki útiloka brottför frá United er hann var spurður út í framtíðina í lok tímabils.

Talið er að hann sé að vega og meta stöðuna, en hann vill fá skýra mynd á því hvernig Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi United, ætlar sér að koma félaginu aftur í fremstu röð.

Portúgalski miðillinn O'Jogo segir frá því að þýska félagið Bayern München hafi tekið fyrstu skrefin í að sannfæra Fernandes um að ganga í raðir félagsins.

Félagið er í viðræðum við Miguel Pinho, umboðsmann leikmannsins, en Bayern er stórhuga fyrir sumarið eftir að hafa tapað bæði deild- og bikar á síðustu leiktíð.

Vincent Kompany var ráðinn nýr þjálfari Bayern á dögunum, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa fallið niður í B-deildina með Burnley.
Athugasemdir
banner