Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 15:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Depay staðfestir að hann hafi yfirgefið Atletico
Mynd: EPA

Hollendingurinn Memphis Depay hefur yfirgefið Atletico Madrid eftir að samningur hans við félagið rann út.


Hann var á 18 mánaða samningi sem félagið ákvað að framlengja ekki svo honum er nú frjálst að ræða við önnur félög.

,Ég er ekki kominn langt í neinum viðræðum við önnur félög þar sem ég er að einbeita mér að EM," sagði Depay í samtali við hollenska miðilinn Nos.

Depay er í hollenska landsliðshópnum sem mætir á EM í Þýskalandi í sumar. Liðið mætir Íslandi í Hollandi þann 10. júní í undirbúningi liðsins fyrir EM.


Athugasemdir
banner