Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már í hollensku úrvalsdeildina eftir mikla dramatík - Hilmir skoraði í sigri
Elías Már er kominn í hollensku úrvalsdeildina
Elías Már er kominn í hollensku úrvalsdeildina
Mynd: NAC Breda
Hilmir Rafn skoraði úr víti
Hilmir Rafn skoraði úr víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos er tvöfaldur meistari þetta tímabilið
Milos er tvöfaldur meistari þetta tímabilið
Mynd: Al Wasl
Elías Már Ómarsson og félagar í NAC Breda spila í hollensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa tapað seinni leik sínum gegn Excelsior, 4-1, í úrslitum umspilsins.

Breda vann Excelsior 6-2 í fyrri leiknum á heimavelli sínum, en það byrjaði seinni leikinn hræðilega.

Írski sóknarmaðurinn Troy Parrott, sem er á láni hjá Excelsior frá Tottenham, skoraði þrennu fyrir liðið og þá gerði Boy Kemper sjálfsmark.

Liðið var búið að jafna einvígið á 50 mínútum áður en Casper Staring skoraði fyrir Breda átta mínútum síðar.

Elías Már kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir. Heimamenn fengu fullt af færum til að jafna einvígið aftur, en náðu ekki að skora annað mark og er það því Breda sem fer upp í úrvalsdeildina samanlagt, 7-6.

Hilmir á skotskónum

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði mark úr vítaspyrnu á 75. mínútu leiksins og kom Kristiansund í 2-0 gegn Sarpsborg, en lokatölur urðu 3-1 Kristiansund í vil í norsku úrvalsdeildinni.

Brynjólfur Andersen Willumsson var ónotaður varamaður á bekknum. Kristiansund er í 9. sæti með 13 stig.

Anton Logi Lúðvíksson kom inn af bekknum í fyrri hálfleik er Haugesund tapaði fyrir toppliði Bodö/Glimt, 1-0. Haugesund er í 10. sæti með 13 stig.

Logi Tómasson var í byrjunarliði Strömsgodset sem gerði 1-1 jafntefli við Odd. Hann fór af velli í uppbótartíma. Strömsgodset er í 6. sæti með 17 stig.

Júlíus Magnússon lék allan leikinn með Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg. Fredrikstad er í 3. sæti með 22 stig, sem nýliði í deildinni.

Oskar Sverrisson og Stefan Alexander Ljubicic spiluðu báðir er Varberg og Skövde gerðu 2-2 jafntefli í sænsku B-deildinni. Oskar var í vörn Varberg á meðan Stefan var á toppnum hjá Skövde.

Srdjan Tufegdzic er þjálfari Skövde, sem er í 8. sæti með 15 stig, en Varberg í næst neðsta sæti með 9 stig.

Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl unnu deildarkeppnina í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum, en liðið vann öruggan 2-0 sigur á Al Nasr í næst síðustu umferð deildarinnar í dag.

Tvöfaldur sigur hjá Milosi á leiktíðinni en á dögunum vann lið hans einmitt Al Nasr í úrslitum forsetabikarsins.

Nóel Atli Arnórsson kom þá inn af bekknum í 4-1 sigri Álaborgar á Vendsyssel í lokaumferð dönsku B-deildarinnar. Þessi 17 ára gamli leikmaður hefur verið að fá tækifærin í lok deildarinnar og framtíðin greinilega björt hjá þessum efnilega varnarmanni, en Álaborg mun spila í efstu deild á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner