Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Garnacho fær ekki að fara á Ólympíuleikana
Mynd: Getty Images
Argentínski miðillinn Tyc Sports hefur heimildir fyrir því að Manchester United hafi hafnað beiðni argentínska fótboltasambandsins um að fá að nýta krafta Alejandro Garnacho á Ólympíuleikunum í ágúst.

Garnacho átti flott tímabil með United sem endaði með farsælum hætti en hann skoraði í 2-1 sigri liðsins á Manchester City í úrslitum enska bikarsins.

Argentínumaðurinn er einn af þremur leikmönnum United sem eru ekki til sölu í sumar, en honum er ætlað enn stærra hlutverk í liðinu á næstu leiktíð.

Ólympíuleikarnir fara fram í París í júlí og ágúst og mun Javier Mascherano stýra argentínska liðinu.

Fótboltasamband Argentínu sendi United beiðni um að fá að nota Garnacho í keppninni, en samkvæmt Tyc Sports hefur United hafnað þeirri beiðni.

Félögin eiga rétt á því að hafna því að senda leikmenn í keppnina, en United vill ómögulega missa Garnacho í fyrstu leikjum tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner