Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Belotti með tvö mörk í lokaleik deildarinnar
Mynd: EPA
Atalanta 2 - 3 Fiorentina
0-1 Andrea Belotti ('6 )
1-1 Ademola Lookman ('12 )
1-2 Nicolas Gonzalez ('19 )
2-2 Giorgio Scalvini ('32 )
2-3 Andrea Belotti ('45 )

Fiorentina vann Atalanta, 3-2, í lokaleik Seríu A á Ítalíu, en leiknum var frestað vegna þátttöku beggja liða í úrslitum í Evrópukeppni.

Andrea Belotti skoraði fyrir Fiorentina á 6. mínútu leiksins áður en Ademola Lookman, hetja Atalanta í Evrópudeildinni, svaraði með jöfnunarmarki.

Argentínski leikmaðurinn Nicolas Gonzalez kom Fiorentina aftur í forystu á 19. mínútu en aftur svöruðu Atalanta-menn með marki Giorgio Scalvini, sem meiddist illa á hné síðar í leiknum.

Sigurmark Fiorentina gerði Belotti undir lok fyrri hálfleiksins með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Atalanta fékk færin til að jafna leikinn í þeim síðari en nýtti skotstöður sínar illa.

Lokatölur 3-2 fyrir Fiorentina sem endar tímabilið í 8. sæti með 60 stig en Atalanta í 4. sæti með 69 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 38 29 7 2 89 22 +67 94
2 Milan 38 22 9 7 76 49 +27 75
3 Juventus 38 19 14 5 54 31 +23 71
4 Atalanta 38 21 6 11 72 42 +30 69
5 Bologna 38 18 14 6 54 32 +22 68
6 Roma 38 18 9 11 65 46 +19 63
7 Lazio 38 18 7 13 49 39 +10 61
8 Fiorentina 38 17 9 12 61 46 +15 60
9 Napoli 38 13 14 11 55 48 +7 53
10 Torino 38 13 14 11 36 36 0 53
11 Genoa 38 12 13 13 45 45 0 49
12 Monza 38 11 12 15 39 51 -12 45
13 Verona 38 9 11 18 38 51 -13 38
14 Lecce 38 8 14 16 32 54 -22 38
15 Udinese 38 6 19 13 37 53 -16 37
16 Empoli 38 9 9 20 29 54 -25 36
17 Cagliari 38 8 12 18 42 68 -26 36
18 Frosinone 38 8 11 19 44 69 -25 35
19 Sassuolo 38 7 9 22 43 75 -32 30
20 Salernitana 38 2 11 25 32 81 -49 17
Athugasemdir
banner
banner
banner