Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 17:57
Brynjar Ingi Erluson
LA Galaxy sagt í bílstjórasætinu um Reus
Mynd: EPA
Þýski sóknartengiliðurinn Marco Reus er í viðræðum við Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Þetta segir blaðamaðurinn Cesar Luis Merlo, sem er mjög tengdur þegar það kemur að félagaskiptum í MLS-deildinni.

Reus lék sinn síðasta leik fyrir Borussia Dortmund í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Þjóðverjinn er uppalinn hjá Dortmund, en hóf meistaraflokksferil sinn með Ahlen og síðar Borussia Mönchengladbach áður en hann snéri aftur til Dortmund árið 2012.

Á þessum tólf árum gerðist hann goðsögn hjá félaginu. Komst tvisvar í úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Þrjú tímabil var hann valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar, en taldi þetta rétta tímann til að kveðja.

Merlo, sem starfar fyrir ESPN, segir að Reus sé í viðræðum við Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum og er félagið sagt í bílstjórasætinu.

St. Louis, Inter Miami og Charlotte hafa einnig verið nefnd, en Roman Bürki, fyrrum liðsfélagi Reus, leikur með St. Louis, eins og Íslendingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson.
Athugasemdir
banner
banner
banner