Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 02. júní 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Maresca búinn að skrifa undir hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Enzo Maresca er búinn að skrifa undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea en þetta segir David Ornstein hjá Athletic.

Maresca stýrði Leicester til sigurs í ensku B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð en þetta var annað starf hans sem aðalþjálfari.

Áður þjálfaði hann Parma á Ítalíu og var þá einnig aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.

Chelsea lét Mauricio Pochettino taka poka sinn eftir leiktíðina og fékk félagið nokkrum dögum síðar leyfi frá Leicester til að ræða við Maresca.

Viðræðurnar tóku nokkra sólarhringja áður en það náðist samkomulag, en í dag skrifaði Marecsa undir fimm ára samning með möguleika á öðru ári. Chelsea greiðir Leicester 10 milljónir punda fyrir skiptin.

Willy Caballero, Danny Walker, Michele De Bernardin, Marcos Alvarez, Javier Molina Caballero og Roberto Vitiello verða í þjálfarateymi Maresca.

Chelsea mun staðfesta ráðninguna á morgun og verður hann síðan kynntur fyrir fjölmiðlum síðar í vikunni.
Athugasemdir
banner