Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Modric staðfestir að hann verði áfram hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Króatinn Luka Modric hefur staðfest að hann verði áfram hjá Real Madrid á næstu leiktíð.

Modric og félagar hans urðu Evrópumeistarar í gær eftir að hafa unnið Borussia Dortmund 2-0 á Wembley.

Þetta var sjötti Meistaradeildartitill Modric með Madrídingum en hann átti stóran þátt í þeim öllum.

Miðjumaðurinn verður 40 ára á næsta ári en hann er ekkert á þeim buxunum að fara frá félaginu strax.

„Sjáumst á næsta tímabili, Madrídingar,“ sagði Modric í fögnuði liðsins á Santiago Bernabeu, heimavelli félagsins.

Á næstu dögum mun hann undirrita eins árs framlengingu á samningi sínum og er því á leið inn í sitt þrettánda tímabil með spænska félaginu.
Athugasemdir
banner
banner