Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho léttur: FIFA og UEFA á að koma í veg fyrir að Kroos hætti
Mynd: EPA

Toni Kroos hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagslið á ferlinum en honum lauk eftir sigur Real Madrid gegn Dortmund í gær.


Hann mun leggja skóna á hilluna þegar EM í Þýskalandi lýkur en hann mun taka slaginn með heimamönnum þar.

Jose Mourinho sem er tekinn við Fenerbahce í Tyrklandi var að vinna hjá TNT á leiknum í gærkvöldi þar sem hann tjáði sig um Kroos.

„Þetta ætti að vera bannað. FIFA og UEFA eru með svo margar reglur og taka margar ákvarðanir. Takiði ákvörðun um að koma í veg fyrir að gæjinn hætti," sagði Mourinho léttur.


Athugasemdir
banner
banner