Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 14:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Smith Rowe efstur á óskalista Fulham
Mynd: Getty Images

Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal er undir smásjá Fulham en félagið reynir allt til að festa kaup á honum sem fyrst samkvæmt heimildum The Telegraph.


Smith Rowe hefur fallið niður goggunarröðina hjá Mikel Arteta en Arsenal er tilbúið að selja nokkra leikmenn til að byggja upp hópinn fyrir næstu leiktíð.

Leikmenn á borð við Smith Rowe, Aaron Ramsdale og Eddie Nketiah verða líklega eftirsóttir og eru í leit af fleiri mínútum. 

Smith Rowe er 23 ára gamall en hann var aðeins þrisvar í byrjunarliði Arsenal á síðustu leiktíð og kom tíu sinnum inn á sem varamaður. Hann meiddist á hné og ökkla sem hjálpaði honum ekki.


Athugasemdir
banner
banner