Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Snýr Potter aftur til Brighton?
Mynd: Getty Images
Enska félagið Brighton er alvarlega að íhuga það að fá Graham Potter til að taka við félaginu. Athletic greinir frá.

Englendingurinn þekkir vel til hjá Brighton eftir að hafa stýrt liðinu frá 2019 til 2022.

Á þriðja tímabili hans með Brighton endaði liðið í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem var þá besti árangur liðsins í deildinni, en hann yfirgaf liðið í september sama ár og tók við Chelsea.

Ævintýri hans hjá Chelsea var stutt. Hann var rekinn í apríl á síðasta ári eftir 2-0 tap gegn Aston Villa, en Potter hefur verið án starfs síðan.

Hann var í viðræðum við hollenska félagið Ajax, en tók ákvörðun um að hafna tilboði félagsins.

Brighton-blaðamaðurinn Andy Naylor greinir frá því á Athletic að Potter sé nú kominn aftur í myndina hjá Brighton, Félagið er til í að fá hann aftur.

Steve Cooper, fyrrum stjóri Nottingham Forest, hefur einnig verið orðaður við félagið upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner
banner