Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 16:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir Lunddal skoraði annan leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valgeir Lunddal Friðriksson leikmaður Hacken í Svíþjóð er sjóðandi heitur þessa dagana.


Hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Mjallby í síðustu viku. Hann skoraði aftur í dag þegar hann kom liðinu yfir gegn AIK en en lokatölur urðu 4-1.

Valgeir lagði upp fjórða markið sem innsiglaði sigur liðsins. Hacken er í 6. sæti með 20 stig eftir 13 umferðir.

Patrik Sigurður Gunnarsson var á sínum stað í marki Viking þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Molde í norsku deildinni í dag. Viking er í 5. sætimeð 19 stig eftir 11 umferðir.

Þá var Íslandingaslagur í lokaumferð í næst efstu deild í Danmörku. Sonderjyske vann deildina en liðið mætti Kolding IF sem verður áfram í deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa hafnað í 3. sæti.

Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn fyrir Sonderjyske en Atli Barkarson og Kristall Máni Ingason voru ekki í leikmannahópnum. Davíð Ingvarsson kom inn á sem varamaður hjá Kolding en Ari Leifsson var ónotaður varamaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner