Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 02. júní 2024 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Ítala gæti misst af EM
Mynd: Getty Images
Giorgio Scalvini, varnarmaður Atalanta og ítalska landsliðsins, gæti misst af Evrópumótinu í Þýskalandi eftir að hann meiddist á hné í lokaleik sínum með Atalanta í dag.

Þessi tvítugi miðvörður hefur átt stóran þátt í velgengni Atalnta á tímabilinu.

Liðið komst í úrslit ítalska bikarsins og vann Evrópudeildina, en liðið mun leika í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Þar sem Atalanta og Fiorentina fóru bæði í úrslit í Evrópu þurftu þau að spila lokaleikinn í Seríu A í dag.

Scalvini meiddist á hné í leiknum og virtist lenda í ónáttúrulegri stöðu, en talið er að hann hafi tognað.

Hann heldur í frekari rannsóknir og myndatölur á næstu dögum, en það gæti farið svo að hann verði ekki með ítalska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.

Það yrði hans fyrsta stórmót með Ítalíu en hann hefur spilað 8 landsleiki frá 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner